S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
1.6.2005 | 16:22 | bl
Ísland leikur um gullið eftir stórsigur á Möltu
Ísland hafði 19-13 yfir eftir fyrsta fjórðung en í þeim næsta tóku okkar stúlkur öll völd á vellinum og um unnu fjórðunginn með 14 stiga mun og höfðu þar með 20 stiga forystu í hálfleik 47-27. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Allir leikmenn íslenska liðsins lögðu sitt af mörkum með góðri frammistöðu og stigaskorið dreifðist nokkuð jafnt. Skotnýtingin var mun betri en í gær og tapaðir boltar voru færri. Alda Leif Jónsdóttir var stigahæst með 18 stig, 6 stolnir og 4 fráköst, Signý Hermannsdóttir var með 14 stig og 4 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13 stig og 5 stolnir boltar, Helena Sverrisdóttir var með 12 stig 4 stolna og 4 stoðsendingar og Birna Valgarðsdóttir var frákastahæst með 11 fráköst og 6 stig. Tölfræði leiksins. Aðrar sem skoruðu í leiknum voru: María Ben Erlingsdóttir 8 stig og 7 fráköst, Ingibjörg Vilbergsdóttir 7 stig, Þórunn Bjarnadóttir 4 stig og 4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 3 stig og 6 fráköst, Rannveig Randversdóttir 2 stig og 5 stoðsendingar og Helga Þorvaldsdóttir 1 stig og 3 fráköst. Helga Jónasdóttir var óheppin með villur og fékk 5 villur á 6 mínútum. Ísland leikur um gullið á morgun, en mótherjarnir verða Lúxemborg. Með góðum leik á íslenska liðið mjög raunhæfa möguleika á sigri. |