© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.5.2005 | 16:30 | bl
Æfingabúðir á Ásvöllum
Fimmta árið í röð mun Ágúst Björgvinsson halda körfuboltabúðir á Íslandi. Undanfarin ár hafa æfingabúðirnar verið í vesturbænum en í ár verða þær í Hafnarfirði, nánar tiltekið á Ásvöllum. Þar er eitt glæsilegasta körfuboltahús landsins og frábær aðstaða til staðar. Í ár eru búðirnar styrktar af körfuboltavörunum Orange Virus.

Körfuboltabúðirnar verða haldnar frá mánudeginum 30. maí til föstudagsins 3.j úní frá 17.30 til 20.30 alla dagana. Búðirnar verða sem fyrr undir styrkri stjórn Ágústs Björgvinssonar, en hann býr yfir mikilli reynslu af æfingabúðum t.d. frá Duke University og Five Star Basketball Camp í Bandaríkjunum.

Á undanförnum 5 árum hafa nokkur hundruð leikmenn, bæði stelpur og strákar, sótt búðirnar og líkað ákaflega vel.
Ef þú ert áhugasamur körfuknattleiksmaður/kona máttu ekki missa af þessu einstaka tækifæri því að það er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á körfuboltabúðir sem þessar.

Æfingabúðirnar eru fyrir stelpur og stráka á aldrinum 12 til 18 ára (hópnum er skipt upp eftir aldri og getu).

Skráning fer fram með E-maili basketball@visir.is eða á fyrsta degi námskeiðsins, 30.maí, að Ásvöllum kl. 16.30. Verð 4900.- kr.
Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Frekari upplýsingar eru veittar í gegnum tölvupóstfangið basketball@visir.is eða í síma 696-9387
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá leik Hauka og UMFG í íþróttahúsinu við Strandgötu árið 1983.  Ívar Webster í uppkasti.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið