© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.7.2015 | 21:13 | sara | Yngri landslið
Frábær sigur u16 stelpnanna í dag
U16 stelpurnar okkar gjörsigruðu Andorra í öðrum leik þeirra á EM í dag. Stelpurnar hófu leikinn á svipuðum nótum og í leiknum gegn Möltu í gær. Áður en leikhlutinn varð hálfnaður var staðan orðin 11-0 fyrir íslensku stelpurnar og þjálfari Andorra sá sig tilneyddan til að taka leikhlé. Það skal tekið fram að stelpurnar hófu leikinn ekki með pressuvörn líkt og gegn Möltu og ekkert var pressað í leiknum, ef frá er talin hálf mínuta í fyrra hálfleik. Stelpurnar spiluðu sennilega sinn besta leikhluta á landsliðsferlinum þar sem skotnýtingin var m.a. 72,7% í tveggja stiga skotum. Staðan þegar flautan gall eftir fyrsta leikhluta var 27-2.

Í öðrum leikhluta héldu stelpurnar áfram að sýna klærar og gáfu heimastúlkum ekkert eftir. Skotin héldu áfram að detta ólíkt frá deginum áður þar sem m.a. Andrea Einarsdóttir kom með skemmtilega innkomu og negldi niður þremur skotum í röð. Á þessum tíma var liðið búið að setja niður hvert skotið á fætur öðru, ljóst var að eitthvað varð undan að láta. Í þetta skipti voru ljósin skotin út úr húsinu (e.shoot the lights out) og gera þurfti nokkurra mínútna hlé á leiknum svo stelpurnar myndu kólna um gráðu eða tvær. Staðan í hálfleik 51-12.

Stigaskorið dreifðist jafnt á milli okkar stúlkna í fyrri hálfleik en þess má til gamans geta að liðið hafði tekið 40 fráköst í hálfleik, stolið 13 boltum, gefið 13 stoðsendingar en tapað boltanum 13 sinnum samkvæmt tölfræði heimamanna.

Í upphafi seinni hálfleiks var ljóst að stefndi í íslenskan sigur. Stelpurnar gerðu hins vegar vel í að spila sinn leik bæði í vörn og sókn. Heimstúlkur spiluðu mjög ákveðna vörn á íslenskustelpurnar en stelpurnar létu það ekki á sig fá og silgdu sigrinum í hús. Lokastaðan 97-31 þar sem staðan eftir þriðja leikhluta var 77-21.

Spilatíminn í leiknum dreifðist jafnt á milli allra leikmanna liðsins þar sem allar stúlkurnar komust á blað auk þess sem þær náðu allar frákasti í leiknum (liðið tók 83 fráköst í leiknum... aðeins). Mikil gleði er að einkenna leik liðsins þessa stundina þar sem hver leikmaðurinn virðist leika við hvurn sinn fingur.

Næsti leikur liðsins er á föstudaginn en enn á eftir að koma í ljós hverjir mótherjarnir verða.

Á morgun ætlar liðið að gera sér glaðan dag og nýta daginn í eitthvað allt annað en körfubolta.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Lið KR sem varð Íslandsmeistari í 7. flokki karla veturinn 1992-1993. Nokkrir leikmenn þessa flokks komust í meistaraflokk KR sem og landsliðið. Einnig urðu nokkrir þeirra þjálfarar hjá KR bæði á meistaraflokki sem og yngri flokkum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið