© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
8.5.2005 | 13:24 | hbh
Tvö silfur og eitt brons á NM unglingalandsliða
Íslensku unglingalandsliðin unnu til tveggja silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á lokadegi NM unglingalandsliða sem fram fór í Svíþjóð. Báðir úslitaleikirnir töpuðust; strákarnir í U-16 töpuðu 64-60 á móti Svíum og U-18 stelpurnar töpuðu með 22 stigum - einnig gegn Svíum. U-16 stelpurnar urðu í fjórða sæti, þannig að ekkert liðanna rak lestina í sínum aldursflokki.

Liðin sýndu að árangurinn frá í fyrra var engin tilviljun og sýndu að þau eiga vel heima á þessu móti. Öll liðin áttu möguleika á verðlaunum.

U-16 stelpurnar töpuðu 85-65 gegn Finnum í leik um 3ja sætið. Íslenska liðið byrjaði vel en Finnar höfðu yfir 41-37 í hálfleik, en íslensku stelpurnar hófu seinni hálfleik mjög vel og komust 4 stigum yfir en þá komu 16 stig í röð hjá Finnum sem gerði út um leikinn og þær unnu að lokum með 20 stiga mun.

Stig Íslands: Margrét Kara Sturludóttir 20, Íris Sverrisdóttir 13, Unnur Tara Jónsdóttir 11, Alma Rut Garðarsdóttir 7, Ragna Margrét Brynjarsdótir 5, María Lind Sigurðardóttir 4, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2.

U-18 strákarnir unnu Noreg í leik um 3ja sæti 86-81. Íslenska liðið var betra liðið mestallan leikinn og með 20 stiga forskot eftir þrjá fyrstu leikhlutana 71-51, en Norðmenn skoruðu 16 stig í röð og minnkuðu muninn í eitt stig, 81-82, en íslensku strákarnir kláruðu leikinn með því að skora 4 síðustu stigin og tryggðu sér þar með bronsverðlauninn á mótinu.

Stig Íslands: Brynjar Þór Björnsson 26, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17, Ellert Arnarson14, Hörður Vilhjálmsson 7, Darri Hilmarsson 5, Hörður Hreiðarsson 5, Ólafur Torfason 4, Árni Ragnarson 4, Emil Þór Jóhannsson 4.

U-18 stelpurnar áttu aldrei möguleika gegn geysisterku liði Svía sem náði mest 33 stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta 64-31. Íslensku stelpurnar áttu ágætis endasprett og minnkuðu muninn í 22 stig ekki síst vegna Ingibjargar Elvu Vilbergsdóttur sem skoraði 4 þriggjastiga körfur í fjórða leikhluta.

Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 20 stig,(10 fráköst, 9 stoðsendingar), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 16, María Ben Erlingsdóttir 9, Pálína Gunnlaugsdóttir 4, Bára Bragadóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 3 stig, (9 fráköst), Guðrún Ósk Ámundadóttir 1.

U-16 strákarnir töpuðu með 4 stigum gegn Svíum í jöfnum og spennandi leik þar sem Svíar höfðu þó alltaf frumkvæðið voru yfir 20-14 eftir 1. leikhluta. Í hálfleik munaði bara einu stigi 30-31 en íslenska liðið komst yfir 25-30 en Svíar skoruðu 6 síðustu stig hálfleiksins. Íslenska liðið komst aldrei yfir aftur. Breiddin var mun meiri hjá Svíum en bekkurinn þeirra skoraði 46 stig gegn einu af bekknum hjá íslenska liðinu.

Stig Íslands: Hjörtur Hrafn Einarsson 24 stig og 10 fráköst, Þröstur Jóhannsson 18, Rúnar Ingi Erlingsson 13, Elías Kristjánsson 3, Örn Sigurðarson og Páll Fannar Helgason með eitt stig hvor.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Bikarar!
Íslensku ungmennalandsliðin unnu til þriggja gullverðlauna á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð árið 2004. U16 drengja, U16 stúlkna og U18 drengja urðu öll Norðurlandameistarar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið