© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
5.5.2005 | 12:27 | ooj
16 ára liðið vann Svía i fyrsta leik
Strákarnir i 16 ára landsliðinu léku sinn fyrsta leik i dag og byrjuðu á besta mögulegan hátt med fjögurra stiga sigri a heimamönnum i Svíþjóð, 65-61. Íslenska liðið hafði forustuna nánast allan timann en leikurinn var samt alltaf jafn og spennandi og reyndi a taugar allra sem að komu.

"Það var sterkt að vinna þennan leik því að við vissum að með tapi værum við komnir upp að vegg ef við ætluðum að komast í úrslitaleikinn og þangað stefnum við. Strákarnir sýndu gríðarlega mikinn dugnað og það var vörn og vinnusemi sem mér fannst fleyta okkur í gegnum þennan leik. Sóknarlega vorum við ekki að spila neinn frábæran leik en það setti okkur pínulítid út af laginu að missa Hjört i villuvandræði snemma í seinni hálfleik. Mér fannst þetta þó aðeins of tæpt og við hefðum geta haft þetta í öruggari höndum" sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari liðsins eftir leik en á morgun mun liðið leika tvo leiki, við Dani klukkan 9.30 og svo við Norðmenn klukkan 16.30.
"Þad for mikið púst í þennan leik þannig að Guðjón sjúkraþjálfari kemur sterkur inn í kvold," sagði Einar að lokum.

Hjörtur Hrafn Einarsson og Þröstur Jóhannsson skoruðu báðir 20 stig fyrir íslenska liðið, Hjörtur 18 þeirra í fyrri hálfleik og Þröstur 15 sinna stiga í seinni hálfleik þegar Hjörtur var í miklum villuvandræðum. Fyrirliðinn, Rúnar Ingi Erlingsson, stjórnaði leik liðsins líka vel og var med 12 stig og 10 stoðsendingar auk þess að gulltryggja sigurinn á vítalínunni í lokin.

Island-Svithjod 65-61 (19-18, 34-28, 49-43)
Stigin: Þröstur Jóhannsson 20 (9 fráköst), Hjörtur Hrafn Einarsson 20 (8 fráköst, 28 mínútur), Rúnar Ingi Erlingsson 12 (10 stoðsendingar), Páll Fannar Helgason 5, Örn Sigurðarson 4, Elías Kristjánsson 2, Hjalti Friðriksson 2.

Hægt er að skoða síðu mótins með því að smella á tengil hér til hægri á vefnum, undir Úrslit. Þar er að finna úrslit allra leikja og stöðuna í mótinu.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð unglingalandsliðs kvenna á mót í Nicosiu á Kýpur árið 1999.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið