© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
29.3.2005 | 16:50 | bl
Haukarstúlkur hrepptu silfur á Scania cup
Unglingaflokkur kvenna hjá Haukum varð í öðru sæti á Scania cup mótinu sem fram fór í Södertålje í Svíþjóð um páskana. Haukar töpuðu fyrir heimaliðinu, SBBK, í úrslitaleik mótsins 55-62.

Í riðlakeppninni töpuðu Haukar einnig fyrir SBBK, en sigruðu aðra keppninauta sína í riðlakeppninni, sem og í fjórðungs- og undanúrslitum mótsins.

Helena Sverrisdóttir var valin "Scania Queen" eða besti leikmaður mótsins. Hún er fyrsta íslenska stúlkan sem hlýtur þessa viðurkenningu, en allnokkrir íslenskir piltar hafa verið valdir "Scania King" allt frá því 1985 að íslenskt lið tók fyrst þátt í mótinu. Nægir þar að nefna landsliðsmennina Herbert Arnarson, Jón Arnar Ingvarsson, Jón Arnór Stefánsson og Hreggviður Magnússon.

KR-ingar tóku þátt í mótinu og kepptu í 9. flokki karla (f. 1990). KR-liðið sigraði í sínum riðli og komst í undanúrslit. þar tapaði liðið fyrir Polisen frá Svíðþjóð. KR sigraði síðan SBBK í úrslitaleik um þriðja sætið 43-34. Snorri Páll Sigurðsson leikmaður KR var valinn í úrvalslið mótsins.

Í 8. flokki karla tóku bæði Fjölnir og Breiðablik þátt í mótinu (F. 1991). Fjölnir hafnaði í 5. sæti eftir sigur á Hörsholm frá Danmörku í úrslitaleik um sætið. Breiðablik tapaði öllum sínum leikjum í mótinu og varð í 16. sæti.

UMFG sendi einnig tvö kvennalið í mótið. Stúlkurnar í 9. flokki (f. 1990) senti í 7. sæti af 12 liðum, en stúlkurnar í 10. flokkir (f. 1989) lentu í 12. í síðasta sæti.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Torfi Magnússon landsliðsþjálfari, og Stefán Arnarson aðstoðarþjálfari, með leikhlé.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið