© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.3.2005 | 11:17 | hbh
Veisla
Það var ekki amaleg þríréttuð körfuboltaveislan sem boðið var upp á í gærkvöldi. Ekki var einungis um að ræða eðalhráefni og frábæra matreiðslu, heldur var veislugestum einnig boðið upp á mikla dramatík og spennu sem meðlæti með öllum réttum. Og allt í beinni útsendingu.

Ýmsir hafa haft á orði að deildakeppni Intersportdeildarinnar þetta tímabil hafi verið skemmtilegri og jafnari en nokkru sinni fyrr. Sú staðreynd að þrjár af fjórar viðureignum átta liða úrslita skuli fara í oddaleiki segir sína sögu. Allir leikirnir voru jafnir til enda, og sigur gat fallið hvoru megin sem var. Þó voru þarna að leika á heimavelli þau lið sem luku keppni í tveimur efstu sætum deildarkeppninnar.

Hafa ber í huga að hér var um að ræða 8 liða úrslit keppninnar – sem jafnan er einungis forsmekkur þess sem koma skal. Undanúrslit og úrslit eru ennþá eftir, og sannarlega ástæða til að hlakka til.

Ánægjulegt var að sjá að þrátt fyrir beina sjónvarpsútsendingu frá öllum leikjunum þremur þá voru áhorfendabekkir í Keflavík, Grafarvogi og Stykkishólmi þéttsetnir – og varla verður kvartað undan skorti á stemmningu meðal áhorfenda. Umgjörð af hálfu liðanna var eins og best varð á kosið – enda allt undir – tapliðin sáu fram á ótímabær og óumbeðin sumarleyfi.

Sjónvarpsútsending Sýnar var svo kapítuli út af fyrir sig. Hygg ég að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá þremur samhliða íþróttaviðburðum í einu hér á landi. Var flestum af bestu lýsendum stöðvarinnar tjaldað til, og stóðu þeir sig allir með prýði; Arnar, Þorsteinn og Valtýr Björn – og ekki síst reynsluboltinn Friðrik Ingi.

Það verður raunar að teljast með ólíkindum hversu þessi útsending gekk tæknilega vel fyrir sig. Áhorfendur hefðu án efa verið fljótir að taka eftir misfellum, en ekki er jafn áberandi né sjálfsagt þegar málin ganga hnökralaust fyrir sig. Ég held að sannarlega megi segja að þessi tilraun Sýnar hafi verið sigur út af fyrir sig – þeir eru m.ö.o. sjálfir “markaðslega og tæknilega” komnir áfram í úrslitakeppninni.

Undirritaður er mikill íþróttaáhugamaður almennt, og fylgist talsvert með viðburðum úr ólíkum greinum. En þótt vissulega hafi matseðill gærdagsins höfðað óvenju vel til smekks og matarlystar undirritaðs í gærkvöldi – þá verð ég að geta þess að framreiðsla Sýnar í gærkvöldi gaf mér hreinlega ekki tækifæri til þess að skreppa fram í eldhús eftir mjólkurglasi. Ég man ekki til þess að slíkt hafi gerst áður við áhorf á íþróttaviðburð í sjónvarpi.

Eftir góða veislu er við hæfi að þakka fyrir sig. Takk fyrir leikmenn og þjálfarar. Takk fyrir forsvarsmenn, starfsmenn og aðstandendur félaga. Takk fyrir áhorfendur. Takk fyrir dómarar. Já, og sem M12-ari til margra ára, takk fyrir Sýn.

Og svo hefst veislan í 1. deild kvenna í kvöld. Engin ástæða til að ætla annað en við munum safna miklu körfuboltaspiki næstu vikurnar...

Ólafur Rafnsson,
Formaður KKÍ.


Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð U-20 ára landsliðs karla til Illinois í Bandaríkjunum árið 1982.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið