© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
26.2.2005 | 12:38 | hbh
Þór Akureyri aftur í úrvalsdeildina
Þórsarar frá Akureyri tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í fyrstu deild karla og þar með sæti í efstu deild karla, Intersport-deildinni, á næsta tímabili er liðið lagði Val í uppgjöri toppliðanna í Íþróttahöllinni á Akureyri síðastliðinn föstudag.

Valsmenn áttu ekkert í Þór í fyrri hálfleik enda vörn Þórsara gríðarlega sterk auk þess sem Óðinn Ásgeirsson fór hamförum í sókninni. Staðan í hálfleik 50:29 var fyrir heimaliðið.
Í þriðja leikhluta áttu Valsmenn gott áhlaup og minnkuðu meðal annars muninn í tíu stig á kafla. Nær komust þeir þó ekki og stóðu leikar 73:58 í lok þriðja leikhluta.
Þórsarar héldu þægilegri forystu í fjórða leikhluta og tryggðu sér loks sætan 19 stiga sigur, 99:80.
Leikurinn var afar skemmtilegur á að horfa og bauð upp á allt sem prýðir góðan körfuboltaleik s.s. mögnuð tilþrif í sókninni, þar af glæsilegar troðslur, góðan varnarleik, varin skot og baráttu.
Bestir Þórsara í leiknum voru þeir Óðinn Ásgeirsson og Jón Orri Kristjánsson. Óðinn var óstöðvandi í fyrri hálfleik með 24 stig en Jón Orri tók við í þeim seinni og var illviðráðanlegur undir körfunni.
Þórsarar fengu bikarinn afhentan að leik loknum og fögnuðu vel og innilega. Fjölmargir áhorfendur voru mættir til þess að sjá Þórsara tryggja sér titilinn og urðu þeir ekki fyrir vonbrigðum.

Stig Þórs: Óðinn Ásgeirsson 30, Jón Orri Kristjánsson 23, Magnús Helgason 10, Bjarni Árnason 7, Hrafn Jóhannesson 9, Davíð Freyr Jónsson 7, Þorsteinn Húnfjörð 7, Ólafur Torfason 3, Guðmundur Oddsson 2, Bjarki Oddsson 1.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð U-20 ára landsliðs karla til Illinois í Bandaríkjunum árið 1982.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið