© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
4.7.2015 | 12:13 | Kristinn | Landslið
Undankeppni EM kvenna · Dregið í morgun
Fyrir skömmu var dregið í riðla fyrir undankeppni EuroBasket kvenna 2017 þar sem Ísland var í einni skálinni. Keppnisfyrirkomulaginu hefur verið breytt þannig að nú verður leikið í tveimur gluggum næsta vetur og næsta haust á miðju keppnistímabilinu.

Ísland var dregið í riðil með Slóvakíu, Ungverjalandi og Portúgal.

Leikirnir verða á spilaðir á eftirtöldum dagsetningum en leikið er heima og að heiman:

2015
21. nóv. Ungverjaland - Ísland
25. nóv. Ísland - Slóvakía

2016
20. feb. Portúgal - Íslanda
24. feb. Ísland - Ungverjaland
19. nóv. Slóvakía - Ísland
23. nóv. Ísland - Portúgal

Helena Sverrisdóttir, leikmaður landsliðsins, hefur leikið sem atvinnumaður bæði í Slóvakíu og Ungverjalandi og var búinn að óska eftir þessum löndum með okkur í riðil fyrir dráttinn og henni varð því að ósk sinni en KKÍ.is heyrði í henni þegar ljóst var hvaða þjóðum við myndum mæta.

„Þetta var eiginlega ótrúlegt, og verður mjög skemmtilegt. Eftir styrkleikaflokkum var það Slóvakía kannski það lið sem hentaði okkur best úr 1. styrkleikaflokki og það verður gaman að mæta þeim" sagði Helena þegar hún var innt eftir viðbrögðum eftir dráttinn en þess má geta að Helena hefur leikið sem atvinnumaður bæði í Ungverjalandi og Slóvakíu.

„Ég á tvær mjög góðar vinkonur í ungverska liðinu sem ég lék með með í Slóavíku hjá Good Angels Kosice“ sagði Helena og þess má geta að þjálfari Slóvakíu þjálfaði Helenu einnig hjá Good Angels þannig að hún þekkir vel til þessara liða og leikmanna.

„Varðandi Portúgal vitum við ekki mikið en ljóst er að Ísland hefði getað fengið erfiðari andstæðinga í öllum styrkleikaflokkum og því má segja að drátturinn hafi verið góður hvað það varðar“ sagði Helena.

Helena segir að Slóvakía sé með mjög gott lið og eingöngu skipað atvinnumönnum. Það verða því spennandi tímar framundan þegar íslenska kvennalandsliðið leikur hér heima gegn sterkum þjóðum í undankeppni EuroBasket í haust og vetur.

Framundan hjá A-landsliðinu er æfingamót í Danmörku sem hefst á miðvikudaginn kemur og verður liðið sem fer út á það mót kynnt á mánudaginn en mótið er liður í undirbúningnum fyrir leikina í haust.


Frétt á heimasíðu FIBA Europe: fibaeurope.com
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá meistarakeppni KKÍ – góðgerðarleiknum – í Njarðvík í september 1999.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið