© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
2.7.2015 | 16:53 | Stefán | FIBA, Landslið
Dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2017 – stórþjóðir á leið til Íslands
Næstkomandi laugardag verður dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna sem fer fram árið 2017 í Tékklandi. Ísland er skráð til leiks og er í fjórða styrkleikaflokki. Dregið verður í Munchen í Þýskalandi en fulltrúi Íslands á riðladrættinum verður Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ.

Ásamt því að draga í undankeppni Evrópumótsins verður einnig dregið í Evrópukeppnir félagsliða kvenna. Eurocup og Euroleague. Hefst dagskráin kl. 13:15 að íslenskum tíma og er áætlað að henni ljúki um 14:30.

Er þetta í fyrsta sínn frá undankeppninni 2009 sem Ísland er skráð til leiks. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki ásamt Hollandi, Lúxemborg, Sviss, Bosníu og Hersegóvínu og Albaníu.

Dregið verður í níu riðla. Sex þeirra verða fjögurra liða og þrír þeirra þriggja liða. Efsta sætið í hverjum riðli fer áfram í lokakeppnina ásamt þeim sex liðum sem eru með bestan árangur í öðru sæti. Til að finna út hvaða lið standa best að vígi í öðru sæti verða úrslit leikja þess liðs sem endar í neðsta sæti í fjögurra liða riðlunum tekin út. Tékkland er komið áfram í i lokakeppnina þar sem þeir eru gestgjafar.

Því er ljóst að stórþjóðir eru á leið til Íslands og nýkrýndir Evrópumeistarar Serba gætu verið eitt þeirra liða. Svíðþjóð er í öðrum styrkleikaflokki og Finnar í þeim þriðja.

Undankeppnin fer fram í þremur gluggum og verður fyrsti glugginn núna í nóvember. Annar í febrúar á næsta ári og svo lokaglugginn í nóvember 2016. Leikið er heima og að heiman.

Dagsetningar leikja:
Gluggi 1 – leikdagar 21. og 25. nóvember 2015
Gluggi 2 – leikdagar 20. og 24. febrúar 2016
Gluggi 3 – leikdagar 19. og 23. nóvember 2016

Styrkleikaflokkur 1:
1. Serbía
2. Frakkland
3. Spánn
4. Hvíta-Rússland
5. Tyrkland
6. Rússland
7. Svartfjallaland
8. Litháen
9. Slóvakía

Styrkleikaflokkur 2:
10. Grikkland
11. Króatía
12. Lettland
13. Svíþjóð
14. Ítalía
15. Úkranía
16. Ungverjaland
17. Pólland
18. Rúmenía

Styrkleikaflokkur 3:
19. Bretland
20. Belgía
21. Slóvenía
22. Portúgal
23. Búlgaría
24. Ísrael
25. Þýskaland
26. Eistland
27. Finnland

Styrkleikaflokkur 4:
28. Holland
29. Lúxemborg
30. Sviss
31. Bosnía og Hersegóvína
32. Albanía
33. Ísland

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Erlingur Hannesson, fararstjóri, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari U18 kk, stigu villtan stríðsdans þegar strákarnir í átján ára liðinu tryggðu sér Norðurlandameistaratitilinn í Solna í Svíþjóð í maí 2009. Strákarnir lögðu Finna í úrslitaleik og þeir félgar stóðust ekki mátið og tóku villt dansspor á parketinu í Solna við mikinn fögnuð viðstaddra.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið