© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
2.7.2015 | 16:53 | Stefán | FIBA, Landslið
Dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2017 – stórþjóðir á leið til Íslands
Næstkomandi laugardag verður dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna sem fer fram árið 2017 í Tékklandi. Ísland er skráð til leiks og er í fjórða styrkleikaflokki. Dregið verður í Munchen í Þýskalandi en fulltrúi Íslands á riðladrættinum verður Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ.

Ásamt því að draga í undankeppni Evrópumótsins verður einnig dregið í Evrópukeppnir félagsliða kvenna. Eurocup og Euroleague. Hefst dagskráin kl. 13:15 að íslenskum tíma og er áætlað að henni ljúki um 14:30.

Er þetta í fyrsta sínn frá undankeppninni 2009 sem Ísland er skráð til leiks. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki ásamt Hollandi, Lúxemborg, Sviss, Bosníu og Hersegóvínu og Albaníu.

Dregið verður í níu riðla. Sex þeirra verða fjögurra liða og þrír þeirra þriggja liða. Efsta sætið í hverjum riðli fer áfram í lokakeppnina ásamt þeim sex liðum sem eru með bestan árangur í öðru sæti. Til að finna út hvaða lið standa best að vígi í öðru sæti verða úrslit leikja þess liðs sem endar í neðsta sæti í fjögurra liða riðlunum tekin út. Tékkland er komið áfram í i lokakeppnina þar sem þeir eru gestgjafar.

Því er ljóst að stórþjóðir eru á leið til Íslands og nýkrýndir Evrópumeistarar Serba gætu verið eitt þeirra liða. Svíðþjóð er í öðrum styrkleikaflokki og Finnar í þeim þriðja.

Undankeppnin fer fram í þremur gluggum og verður fyrsti glugginn núna í nóvember. Annar í febrúar á næsta ári og svo lokaglugginn í nóvember 2016. Leikið er heima og að heiman.

Dagsetningar leikja:
Gluggi 1 – leikdagar 21. og 25. nóvember 2015
Gluggi 2 – leikdagar 20. og 24. febrúar 2016
Gluggi 3 – leikdagar 19. og 23. nóvember 2016

Styrkleikaflokkur 1:
1. Serbía
2. Frakkland
3. Spánn
4. Hvíta-Rússland
5. Tyrkland
6. Rússland
7. Svartfjallaland
8. Litháen
9. Slóvakía

Styrkleikaflokkur 2:
10. Grikkland
11. Króatía
12. Lettland
13. Svíþjóð
14. Ítalía
15. Úkranía
16. Ungverjaland
17. Pólland
18. Rúmenía

Styrkleikaflokkur 3:
19. Bretland
20. Belgía
21. Slóvenía
22. Portúgal
23. Búlgaría
24. Ísrael
25. Þýskaland
26. Eistland
27. Finnland

Styrkleikaflokkur 4:
28. Holland
29. Lúxemborg
30. Sviss
31. Bosnía og Hersegóvína
32. Albanía
33. Ísland

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Igor Beljanski, Snæfelli, keyrir upp að körfunni gegn landsliðsmiðherja Njarðvíkur, Friðriki Stefánssyni í átta liða úrstlium bikarkeppni KKÍ og Lýsingar 22. janúar 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið