© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
26.6.2015 | 18:00 | Stefán | Fyrirtækjabikar KKÍ
Riðlarnir klárir fyrir Lengjubikarinn
Búið er að draga í riðla fyrir Lengjubikarinn 2015. Þau Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ og Haukur Helgi Pálsson landsliðsmaður sáu um að draga. Fyrsti leikdagur í Lengjubikar karla er 14. september og í Lengjubikar kvenna 15. september.

Á síðasta Körfuknattleiksþingi lág fyrir þinginu tillaga þess efnis að fella út Fyrirtækjabikarinn. Þingið felldi þá tillögu. Miklar umræður voru um mikilvægi keppninnar en þær voru á þá leið að mótið væri mikilvægt undirbúningsverkefni fyrir öll lið. Stjórn KKÍ tók þetta mál upp á stjórnarfundi og var ákveðið að opna bikarinn fyrir öllum liðum í úrvalsdeild og 1. deild. Breytingar á reglugerð um körfuknattleiksmót var framkvæmd miðað við þessa ákvörðun.

Sama styrkleikaröðun er í keppninni eins og undanfarin ár. Í karlakeppninni eru fjögur lið í styrkleikaflokki og í kvennakeppninni eru tvö lið í styrkleikaflokki. Árangur keppnistímabilsins á undan raðar liðum í styrkleikaflokka.
Stjórn KKÍ mun ákveða á stjórnarfundi í júlí hvar hin „Fjögur fræknu“ verða leikin en umsóknarfrestur félaga til að sækja um að halda keppnina er til 1. júlí 2015.

Lengjubikar kvenna:
11 lið skráðu sig til leiks og verður því leikið í tveimur riðlum. Annar með sex liðum og hinn með fimm liðum. Leikin verður einföld umferð. Að lokinni riðlakeppni fara tvö efstu lið hvors riðils í undanúrslit eða „Hin fjögur fræknu“.

A-riðill:
Snæfell (1)
Grindavík (4)
Hamar (6)
Stjarnan (8)
Þór Ak. (10)
Skallagrímur (11)

B-riðill:
Keflavík (2)
Haukar (3)
Valur (5)
KR (7)
Njarðvík (9)

Leikdagar:
Leikdagur 1: þriðjudagur 15. september
Leikdagur 2: föstudagur 18. september
Leikdagur 3: mánudagur 21. september
Leikdagur 4: fimmtudagur 24. september
Leikdagur 5: laugardagur 26. september
Undanúrslit: fimmtudagur 1. október
Úrslit: sunnudagur 4. október

Lengjubikar karla:
20 lið skráðu sig til leiks og verður því leikið í fjórum fimm liða riðlum. Leikin verður einföld umferð. Að lokinni riðlakeppni fara tvö efstu lið hvers riðils í átta liða úrslit.

A-riðill:
Njarðvík (4)
Þór Þorlákshöfn (7)
Snæfell (9)
Hamar (15)
Ármann (20)

B-riðill:
Tindastóll (2)
Keflavík (6)
Fsu (12)
Skallagrímur (14)
Breiðablik (17)

C-riðill:
Haukar (3)
Stjarnan (5)
Höttur (11)
Fjölnir (13)
Þór Ak. (19)

D-riðill:
KR (1)
Grindaví (8)
ÍR (10)
Valur (16)
KFÍ (18)
Leikdagar:
Leikdagur 1: mánudagur 14. september
Leikdagur 2: fimmtudagur 17. september
Leikdagur 3: laugardagur 19. september
Leikdagur 4: þriðjudagur 22. september
Leikdagur 5: föstudagur 25. september
Átta liða úrslit: mánudagur 28. september
Undanúrslit: föstudagur 2. október
Úrslit: sunnudagur 4. október
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
UMFN og KR mættust í Bikarúrslitaleiknum í 10. flokki karla 2008 á Bikarúrslitahelginni sem haldin var í Keflavík. UMFN vann 77-53 og var Valur Orri Valsson sem er hér til vinstri valin maður leiksins. Með honum að taka við bikarnum er Oddur Birnir Pétursson en þeir eru fyrirliðar Njarðvíkur. Feður þeirra beggja, Valur og Pétur, léku lengi með Njarðvík á sínum yngri árum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið