© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
26.6.2015 | 8:47 | Kristinn | Yngri landslið
Copenhagen-Invitational 2015 · Samantekt og úrslit
Um síðustu helgi fór fram U15 ára mótið Copenhagen-Invitational þar sem Ísland sendi lið drengja og stúlkna til leiks. U15 ára landsliðin eru fyrstu stig afreksstigans og léku 24 leikmenn sína fyrstu landsleiki á mótinu.



U15 stúlkur
Stelpurnar léku tvo leiki á föstudegi og laugardegi og einn á sunnudag. Fyrsti leikur þeirra gegn öðru af tveimur liðum Svíþjóðar. Stelpurnar okkarm mættu ákveðnar til leiks og unnu 38:53 sigur. Í seinni leik þeirra var komið að leik gegn Topsportschool VBL frá Belgíu og sá leikur tapaðist 44:63.

Á laugardeginum mættu stelpurnar einu af tveimur liðum Danmerkur á mótinu og áttu þær slæman leik og Danir unnu 65:56. Eftir þennan leik var raðað upp í úrslit og lentu liðin aftur saman í seinni leik dagsins. Staðráðnar í að hefna fyrir tapið í fyrri leiknum komu okkar stelpur frábærlega til baka og unnu leikinn 68:53.

Á sunnudaginn var leikið um sæti og var leikið um 5. sætið á mótinu gegn Finnum. Finnar reyndust sterkari og unnu 67:83 sigur.

Úrslit:
1. Ísland - Svíþjóð gulir 53:38
2. Ísland - Topsportschool VBL (Belgíu) 44:63
3. Ísland - Danir hvítir 56:65
4. Ísland - Danir hvítir 68:53
5. Ísland - Finnland um 5. sæti 67:83

Stelpurnar lentu því í 6. sæti á mótinu.



U15 drengir
Strákanir í U15 höfðu sömu dagskrá og stelpurnar, tvo leiki fyrstu tvo dagana og svo leiki um sæti á sunnudeginum. Fyrsti leikur þeirra var í járnum allan tímann og jafnt á öllum tölum. Íslensku strákarnir reyndust sterkari og unnu 67:65 sigur á Danmörku. Í seinni leik sínum laugardaginn léku þeir gegn Rúmeníu og unnu 89:72.

Á sunnudag léku þeir gegn Eistlandi og sigruðu þann leik 82:70 og þar með komnir í góða stöðu á mótinu og komnir í undanúrslit. Þar léku þeir gegn Topsportschool VBL og í miklum baráttu leik unnu þeir 49:45 sigur.

Úrslitaleikurinn á mótinu var gegn úrvali frá Berlín og reyndust þeir þýsku sterkari og unnu öruggan 59:83 sigur á okkar liði í úrslitunum.

Úrslit:
1. Ísland - Danmörk 67:65
2. Ísland - Rúmenía 89:72
3. Ísland - Eistland 82:70
4. Ísland - Topsportsschool (Belgíu) 49:45
5. Ísland - Berlín úrslitaleikur 59:83

Strákarnir hlutu silfur og voru þeir Sigvaldi Eggertsson og Arnór Sveinsson valdir í úrvalslið mótsins hjá liðum U15 drengja.

Ljóst er að bæði lið lærðu mikið og leikmenn fengu að kynnast því hvað það er að vera í landsliði en mótið ein einmitt til þess að undirbúa leikmenn fyrir NM U16 ára og komandi ár í afreksstarfinu.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Vinna við að skipta um gólf á DHL-höllinni í fullum gangi sumarið 2007. Hér tekur hópurinn sem var í því að rífa upp gamla gólfið pásu og stillir sér upp fyrir myndatöku.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið