© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
28.12.2004 | 20:29 | Óskar Ó. Jónsson
Flottur fimm stiga sigur á Englandi í kvöld
Íslenska kvennalandsliðið vann fimm stiga sigur á Englandi, 67-72, í Nottingham í kvöld eftir að hafa haft tveggja stiga forskot í hálfleik, 27-25. Íslenska liðið vann fjórða og síðasta leikhlutann 24-13 og þar með fyrri af tveimur landsleikjum þjóðanna en liðin mætast aftur á
morgun og þá í Sheffield. Hin 16 ára Helena Sverrisdóttir var allt í öllu í íslenska liðinu með 19 stig, 10 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Það munaði einnig mikið um framlög Keflvíkinganna tveggja, Rannveigar Randversdóttir og Maríu Ben Erlingsdóttur af bekknum en saman skoruðu þær 17 stig og nýttu 8 af 14 skotum sínum.

Stig íslenska liðsins í leiknum:
Helena Sverrisdóttir 19 (10 stoðs. 7 stolnir, 5 fráköst, 31 mín.)
Birna Valgarðsdóttir 11 (5 fráköst, 4 stolnir, 29 mín.)
Erla Þorsteinsdóttir 11 (7 fráköst, 32 mín.)
Rannveig Randversdóttir 9 (18 mín.)
Signý Hermannsdóttir 8 (6 fráköst, 2 varin skot, 28 mín.)
María Ben Erlingsdóttir 8 (16 mín.)
Svava Ósk Stefánsdóttir 2 (7 mín.)
Hildur Sigurðardóttir 2 (16 mín.)
Helga Jónasdóttir 2 (3 mín)

Alda Leif Jónsdóttir (13 mín.) og Bryndís Guðmundsdóttir (2 mín.) léku einnig en náðu ekki að skora. Alda Leif fór útaf með 5 villur. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir hvíldi í þessum leik en kemur inn fyrir leikinn í Sheffield á morgun.

Af tölfræði íslenska liðsins:
2ja stiga skotnýting: 24/56 (43%, 9/27 í fyrri, 15/29 í seinni).
3ja stiga skotnýting: 2/9 (22%, 0/4 í fyrri, 2/5 í seinni)
Vítanýting: 22/28 (79%, 9/11 í fyrri, 13/17 í seinni)
Fráköst: Ísland 38, England 42
Sóknarfráköst: Ísland 7, England 14
Tapaðir boltar: ísland 23, Englandi 24
Villur: Ísland 18, England 22
Stig af bekk: Ísland 21, England 7

Úrslit leikhlutanna:
1. leikhluti: Ísland 12-10
2. leikhluti: Jafnt 15-15 (Ísland 27-25)
3. leikhluti: England 29-21 (England 54-48)
4. leikhluti: Ísland 24-13 (Ísland 72-67)

Rosie Mason var stigahæst í enska liðinu með 22 stig og 15 fráköst en Kristy Lavin gerði 14 stig og Jo Sarjant var með 13 stig.

Mynd: Helena Sverrisdóttir var langatkvæðamest í íslenska landsliðinu í sigrinum á Englandi, skoraði 19 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar og stela 7 boltum.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá meistarakeppni KKÍ – góðgerðarleiknum – í Njarðvík í september 1999.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið