© 2000-2026 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
28.12.2004 | 20:29 | Óskar Ó. Jónsson
Flottur fimm stiga sigur á Englandi í kvöld
Íslenska kvennalandsliðið vann fimm stiga sigur á Englandi, 67-72, í Nottingham í kvöld eftir að hafa haft tveggja stiga forskot í hálfleik, 27-25. Íslenska liðið vann fjórða og síðasta leikhlutann 24-13 og þar með fyrri af tveimur landsleikjum þjóðanna en liðin mætast aftur á
morgun og þá í Sheffield. Hin 16 ára Helena Sverrisdóttir var allt í öllu í íslenska liðinu með 19 stig, 10 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Það munaði einnig mikið um framlög Keflvíkinganna tveggja, Rannveigar Randversdóttir og Maríu Ben Erlingsdóttur af bekknum en saman skoruðu þær 17 stig og nýttu 8 af 14 skotum sínum.

Stig íslenska liðsins í leiknum:
Helena Sverrisdóttir 19 (10 stoðs. 7 stolnir, 5 fráköst, 31 mín.)
Birna Valgarðsdóttir 11 (5 fráköst, 4 stolnir, 29 mín.)
Erla Þorsteinsdóttir 11 (7 fráköst, 32 mín.)
Rannveig Randversdóttir 9 (18 mín.)
Signý Hermannsdóttir 8 (6 fráköst, 2 varin skot, 28 mín.)
María Ben Erlingsdóttir 8 (16 mín.)
Svava Ósk Stefánsdóttir 2 (7 mín.)
Hildur Sigurðardóttir 2 (16 mín.)
Helga Jónasdóttir 2 (3 mín)

Alda Leif Jónsdóttir (13 mín.) og Bryndís Guðmundsdóttir (2 mín.) léku einnig en náðu ekki að skora. Alda Leif fór útaf með 5 villur. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir hvíldi í þessum leik en kemur inn fyrir leikinn í Sheffield á morgun.

Af tölfræði íslenska liðsins:
2ja stiga skotnýting: 24/56 (43%, 9/27 í fyrri, 15/29 í seinni).
3ja stiga skotnýting: 2/9 (22%, 0/4 í fyrri, 2/5 í seinni)
Vítanýting: 22/28 (79%, 9/11 í fyrri, 13/17 í seinni)
Fráköst: Ísland 38, England 42
Sóknarfráköst: Ísland 7, England 14
Tapaðir boltar: ísland 23, Englandi 24
Villur: Ísland 18, England 22
Stig af bekk: Ísland 21, England 7

Úrslit leikhlutanna:
1. leikhluti: Ísland 12-10
2. leikhluti: Jafnt 15-15 (Ísland 27-25)
3. leikhluti: England 29-21 (England 54-48)
4. leikhluti: Ísland 24-13 (Ísland 72-67)

Rosie Mason var stigahæst í enska liðinu með 22 stig og 15 fráköst en Kristy Lavin gerði 14 stig og Jo Sarjant var með 13 stig.

Mynd: Helena Sverrisdóttir var langatkvæðamest í íslenska landsliðinu í sigrinum á Englandi, skoraði 19 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar og stela 7 boltum.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ágúst Herbert Guðmundsson, þáverandi þjálfari Þórs og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells ásamt Chuck Daly í Valencia árið 2000. 
Þeir félagar voru á þjálfaranámskeiði þar sem Daly, Ettore Mesina og tveir landsliðsþjálfarar Spánar héldu frábært námskeið. Myndin var tekin eftir einn fyrirlesturinn.
 
Chuck Daly lést 9. maí 2009, eftir baráttu við veikindi. Hann gerði meðal annars Detroit Pistons að meisturum tvö ár í röð og vann gullið mðe Draumaliðinu á Ólymíuleikunum í Barcelona 1992.
 
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið