© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
27.11.2000 | 15:35 | BL/PHS
Slóvenar gríðarlega sterkir
Ísland mætir Slóveníu í undanúrslitariðli Evrópukeppni landsliða í Laugardalshöll í miðvikudag. Ljóst er að slóvenska liðið er eitt sterkasta lið sem við höfum nokkru sinni leikið gegn, enda er það lang efst í D-riðlinum. Leikurinn hefst kl. 18:00 á miðvikudag.

Í þeim tveimur leikjum sem Slóvenar hafa leikið í riðlinum undanfarna daga hafa þeir sigrað andstæðinga sína með miklum mun. Á miðvikudag í síðustu viku unnu þeir Portúgali á útivelli 82-104 og um helgina lögðu þeir granna sína frá Makedóníu 103-82.

Lið Slóvena er eitt af bestu landsliðum Evrópu og er taplaust í riðlakeppninni enn sem komið er. Slóvenía er eitt af fyrrum lýðveldum Júgóslavíu og þar er júgóslavneski skólinn í hávegum hafður í körfuboltanum. Júgóslavía hefur borið höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir í Evrópu og var talið eina ríkið sem ætti möguleika gegn NBA leikmönnum Bandaríkjanna. Eftir að landið klofnaði upp í 5 ríki hafa 4 þeirra leikið í úrslitakeppni Evrópukeppninnar. Síðastliðið sumar sigraði Slóvenía í Evrópukeppni U-20 ára sem sýnir að þeir hafa frábærum efnum á að skipa.

Nokkrir leikmenn sem koma hingað til lands með landsliði Slóveníu:

Teoman Alibegovic 33 ára 206 og leikur með Udine á Ítalíu. Hefur verið einn af bestu leikmönnum Slóveníu/Júgóslavíu í mörg ár. Hefur leikið í mörgum bestu deildum Evrópu.

Sani Becirovic 19 ára, 194 og leikur með Olympía í Slóveníu. Leiddi U-20 ára landslið Slóvena til sigurs í Evrópukeppni landsliða og var valinn besti leikmaður keppninnar. Er talinn vera ein af framtíðarstjörnunum í körfuboltanum í Evrópu.

Boris Gorenc 27 ára, 197 skotbakvörður leikur með Siena á Ítalíu. Hefur verið einn af stigahæstu leikmönnum ítölsku A-deildarinnar með yfir 17 stig að meðaltali í leik.

Miljan Goljovic 29 ára 203 leikur með Ulker Istambul í Tyrklandi sem tekur þátt í Supro League í ár og hefur verið eitt sterkasta lið Tyrklands. Er mjög fjölhæfur leikmaður, mikill skorari og þriggja stiga skytta og virðist geta skorað hvar sem er.

Marko Tusek 25 ára 205 og 125 kílóa miðherji. Hefur spilað á Ítalíu síðustu árin og leikur nú með Scavolini Pesaro á Ítalíu.

Matjaz Semodis 21 árs 205 og leikur með stórveldinu Kinder Bologina á Ítalíu. Mjög fjölhæfur miðherji og er einn af efnilegustu leikmönnum Slóveníu.


Önnur úrslit í riðlinum voru þau að Makedónía sigraði Belga á miðvikudag 89-77 og Úkraína sigraði Portúgal um helgina 89-67.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá 40 ára afmælishófi KKÍ 25. febrúar 2001.  Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, með formanni ritnefndar sögu KKÍ, Gunnari Gunnarssyni, og ritstjóra bókarinnar, Skapta Hallgrímssyni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið