© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
26.9.2004 | 15:08 | Óskar Ó. Jónsson
Fjórði Norðurlandameistaratitill ársins er í höfn
Íslenskur körfubolti eignaðist fjórða Norðurlandameistaratitilinn á árinu þegar Keflavík vann í dag Norðurlandamót félagsliða sem fór fram í Osló í Noregi. Keflavík vann finnska liðið Kouvot 109-89 í úrslitaleiknum en Finnarinir höfðu unnið leik liðanna í riðlakeppninni með fjórum stigum. Keflavík tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á Norðurlandamótinu en það allt small saman hjá liðinu í síðustu tveimur leikjunum sem Keflvíkingar unnu báða með glæisbrag. Anthony Glover, bandarískur leikmaður Keflavíkurliðsins, var valinn besti leikmaður mótsins.

Finnarnir byrjuðu leikinn mun betur og voru komnir 17-9 yfir þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Keflvíkingar komust þó aftur inn í leikinn, munurinn var bara þrjú stig í lok fyrsta leikhluta, 23-26, og fimm stiga sigur í öðrum leikhliuta 28-23 færði Keflavíkurliðinu tveggja stiga forustu í hálfleik, 51-49. Það var hinsvegar í þriðja leikhluta sem Keflavíkurstrákarnir tóku öll völd á vellinum og gerðu þá hreinlega út um leikinn. Keflavík vann þriðja leikhlutann 32-16 og var því komið með 18 stiga forskot, 83-65, fyrir síðasta leikhlutann sem Keflavík vann með tveimur stigum, 26-24 og leikinn þar með 109-89.

Stig Keflavíkur í úrslitaleiknum skoruðu: Anthony Glover 32 stig, Jimmy Miggins 22, Jón Nordal Hafsteinsson 15, Gunnar Einarsson 14, Magnús Þór Gunnarsson 11, Arnar Freyr Jónsson 9, Sævar Sævarsson 4 og Halldór Örn Halldórsson 2. Í seinni hálfleik nýttist breiddin vel og þeir Gunnar Einarsson og Jimmy Miggins voru bestu mennirnir í seinni hálfleik samkvæmt frétt á heimasíðu Keflavíkur sem fylgdist með leiknum í beinni og sá til þess að stuðningsmenn liðsins hér heima misstu ekki af neinu.

Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkurliðsins var að vonum ánægður og sagði í samtali við heimasíðu Keflavíkur að liðið hefði leikið glimrandi körfubolta í dag, ekki síst í seinni hálfleik. "Maggi var frábær og Jonni og Arnar stóðu sig feikivel. Gunni Einars átti stórleik og svo voru báðir Kanarnir afar öflugir í þessum leik. Annars stóðu allir leikmenn sig vel," sagði Sigurður og bætti við "Við erum að verða tilbúnir í Evrópukeppnina."

Keflvíkingar unnu réttu leikina í þessu móti því þeir komust í úrslitaleikinn þrátt fyrir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Finnarnir höfðu fullt hús stiga eftir riðlakeppnina, en Bærum, Keflavík og Norrköpping voru öll með 2 stig. Það voru því úrslit úr innbyrðisviðureignum sem ráða röð þessarra þriggja liða og þar fleytti stórsigur Keflavíkur á Norrköpping okkar mönnum í annað sætið og veitir þar með þátttökurétt í úrslitum mótsins.

Staðan að lokinni riðlakeppninni:
1. Kouvot (Finnlandi): 3 sigrar, ekkert tap = 6 stig
2. Keflavík (Íslandi): 1 sigur, 2 töp = 2 stig, +21 stig í innbyrðis viðureignum
3. Bærum (Noregi): 1 sigur, 2 töp = 2 stig, -3 stig í innbyrðis viðureignum
4. Norrköpping (Svíþjóð): 1 sigur, 2 töp = 2 stig, -18 stig í innbyrðis viðureignum

Leikir Keflavíkur á Norðurlandamóti félagsliða 2004:
23. september Bærums Verk Jets 77-73 Keflavik
(Magnús 15, Glover 14, Gunnar E 11, Arnar Freyr 7, Jón Nordal 6, Jimmy Miggins 6, Hjörtur 5, Gunnar Stef, Davíð, Halldór og Elentínus 2 stig hver.)
24. september Keflavik 76-80 Kouvot
(Glover 29, Gunnar E. 12, Magnús 8, Miggins 8, Arnar Freyr 7, Davíð 5, Gunnar Stef. 3, Jón og Halldór 2 stig hvor)
25. september Norrköping Dolphins 87-112 Keflavik
26. september Úrslitaleikur Keflavik 109-89 Kouvot
( Glover 32 stig, Miggins 22, Jón 15, Gunnar E. 14, Magnús 11, Arnar Freyr 9, Sævar 4 og Halldór 2)

Íslensku unglingaliðinu unnu þrjá af fjórum Norðurlandameistaratilum í boði í vor og það er því óhætt að segja að íslenskur körfubolti hafi verið í forustuhlutverki á norðurlöndum árið 2004. Kvennalandsliðið okkar náði auk þess sínum besta árangri á Norðurlandamóti frá upphafi í ágúst.

Norðurlandameistaratitlar í boði 2004:
Drengjalandslið (undir 16 ára) Ísland
Piltalandslið (undir 18 ára) Ísland
Telpnalandslið (undir 16 ára) Ísland
Stúlknalandslið (undir 18 ára) Svíþjóð
Norðurlandamót kvenna Finnland
Norðurlandamót félagsliða Keflavík, Ísland
Samtals Norðurlandameistaratitlar 2004:
Ísland 4
Svíþjóð 1
Finnland 1

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Dómari í leik Íslands og Slóveníu prufar leikboltann áður flautað er til leiks  hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppninni 2008 að Ásvöllum. Gestirnir höfðu sigur 69:94 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 30:46
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið