© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.9.2004 | 13:32 | bl
Frábæru keppnistímabili landsliðanna lokið
Á sunnudaginn vann karlalandsliðið sætan og mikilvægan sigur á Rúmenum í riðlakeppni B-deildar Evrópumóts landsliða. Barátta liðsins fyrir sæti í A-deildinni heldur því áfram og næsti leikur verður hér heima þann 3. september á næsta. Þar verður væntanlega um úrslitaleik riðilsins að ræða, en leikurinn er gegn Dönum. Með leiknum á sunnudaginn lauk keppnistímabili landsliðanna, keppnistímabili sem ekki á annan sinn líka í sögu körfuboltans.

Tímabilið hófst í maí með Norðurlandamóti unglinga í Stokkhólmi þar sem Ísland fór heim með þrjá titla af fjórum sem í boði voru. Áður hafði Ísland aðeins einu sinni unnið slíkan titil í áratuga sögu mótanna. U-16 ára liðin gerðu það ekki endasleppt því árangur þeirra í B-deild Evrópumótsins var einnig gæsilegur. Drengjaliðið vann sinn riðil í B-deildinni og tryggði Íslandi sæti í A-deild á næsta ári. Stúlknaliðið var aðeins hársbreidd frá því að ná sams konar árangri í sínum riðli, en varð í 2. sæti. Kvennalandsliðið vann síðan sigur á Promotion cup FIBA og náði besta árangri íslensks kvennalandsliðs á Norðurlandamóti.

Hér er ógetið árangurs karlalandsliðsins sem ma. lagði A-þjóðir Belga og Pólverja í leikjum í sumar, en mikill metnaður einkenndi verkefnaval liðsins, þar sem andstæðingar voru jafnan í sterkari kantinum. Það kemur síðan í ljós á næsta ári hvort karlalandsliðið nær að komast upp í A-deild EM líkt og drengjalandsliðinu tókst.

Árangurinn í tölum , sigrar/töp:
U-16 ka. 11/3 eða 82% árangur.
U-16 kv. 11/2 eða 85% árangur.
U-18 ka. 4/1 eða 80 árangur.
U-18 kv. 0/4 eða 0% árangur.

Samtals árangur hjá yngri liðunum 26/10 eða 72% árangur.

A-lið kv. 6/6 eða 50% árangur
A-lið karla 4/8 eða 33% árangur

Alls eru þetta 60 leikir og árangurinn í heildina er 36/24 eða 60% árangur.

U-16 ka. Norðurlandameistarar og sigur í sínum riðli í B-deild EM.
U-16 kv. Norðurlandameistarar og silfursæti í sínum riðli í B-deild EM.
U-18 ka. Norðurlandameistarar.
A-lið kv. Sigur á Promotion cup og besti árangur á NM til þessa.
A-lið ka. Sigur á tveimur A-þjóðum og áframhaldandi barátta um sæti í A-deild EM.

Fjölmiðlar hafa greint skilmerkilega frá árangri liðanna í sumar og komið honum á framfæri við almenning. Í íþróttaopnu DV í síðustu viku var umfjöllun um U-16 ára liðið og leiki þess á EM í Brighton í sumar. Fyrirsögn þeirrar umfjöllunar segir í raun allt sem segja þarf um árangur landsliðanna í sumar: "Sumarið sem önnur verða miðuð við"
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Lukkudýr Skallagríms er þessi fallegi bolabítur og setur skemmtilegan svip á umgjörð leikja hjá Skallagrím. Hönnuður búningsins er Jóhann Waage.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið