S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
13.9.2004 | 8:00 | GFS
Ertu efni í dómara?
Nú býðst fyrrverandi og núverandi leikmönnum, jafnt konum sem körlum, sem eru orðnir tvítugir að aldri, að taka þátt í haustþingi körfuknattleiksdómara og öðlast þannig dómararéttindi. Nú er rétta tækifærið til að láta að sér kveða á þessum vettvangi. Haustþingið verður haldið að Laugarvatni dagana 17. - 19. september 2004. Þátttakendur fá rúm með hreinum lökum, en leggja sjálfir til sængur/svefnpoka og kodda. Fyrirlesarar verða Helgi Bragason, FIBA leiðbeinandi, Sigmundur Már Herbertsson, FIBA dómari, Aðalsteinn Hjartarson, fyrrverandi FIBA dómari og Hannes S. Jónsson, formaður dómaranefndar KKÍ. Kostnaður: 9.000 kr. fyrir félagsmenn KKDÍ, 13.000 kr. fyrir aðra. Greiðist við upphaf haustfundar. Ekki er hægt að skuldfæra. Þátttökutilkynningar berist KKDÍ eða dómaranefnd KKÍ/skrifstofu KKÍ eigi síðar en miðvikudaginn 15. september. Dagskrá: (birt með fyrirvara um breytingar) Föstudagur 17. september 19:00 – 19:30 Íþróttasalur / þrekpróf 19:45 Kvöldhressing 20:30 -22:30 Fyrirlestrar Laugardagur 18. september 8:30 – 10:00 Morgunmatur 8:30 – 10:00 Sund og pottar fyrir þá sem vilja 10:00 – 12:00 Fyrirlestrar 12:00 Hádegismatur 13:00 – 17:00 Fyrirlestrar og skriflegt próf 17:30 Innanhúss-knattspyrnumót 20:00 Hátíðarkvöldverður á Lindinni Sunnudagur 19. september 10:00 - 12:00 Morgunmatur og námskeiðslok Nánari upplýsingar veita Hannes S. Jónsson, formaður dómaranefndar (begghann@simnet.is) og Gunnar Freyr Steinsson, ritari KKDÍ (gunni@mikkivefur.is). |