© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.9.2004 | 21:35 | rg
Ísland tapaði í Danmörku
Það voru vonsviknir íslenskir leikmenn sem gengu út úr Vejlby Risskov hallen í kvöld eftir tap gegn Dönum 71-81.
Fyrir leik var sannarlega hugur í mönnum, að klekkja á gömlu nýlenduþjóðinni, hópur Íslendinga lagði leið sína í höllina og var prýtt íslenskum fánum, treflum, treyjum og andlitsmálingu. Ísland byrjaði leikinn mjög vel og þegar vel var liðið á fyrsta leikhluta Ísland komið 16 stigum yfir, 26-10. En þá hrökk liðið í baklás, Danir sem virtust hafa verið haldnir sviðsskrekk skoruðu síðustu 7 stigin í fjórðungnum.
Í öðrum leikhluta héldu Danir áfram að saxa muninn og jöfnuðu leikinn 40-40 við mikinn fögnuð heimamanna og skoruðu svo síðust körfu hálfleiksins. Meðal íslensku áhorfendanna var rætt í hálfleiknum að nú hlyti slæmi kaflinn að vera búinn, boltinn hafði ekki viljað niður í öðrum leikhluta en það hlyti að lagast.
En svo fór ekki, Íslendingar héldu áfram að reka sig á vegg inn í danska teignum og skotin utan af velli rötuðu ekki ofan í á meðan Danirnir héldu haus og léku af mikilli skynsemi og í lok þriðja leikhluta var staðan 61-59 fyrir Dani. Síðasta leikhlutann léku Danir af miklu krafti og sem dæmi um það þá tróð einn leikmaður þeirra svo harkalega að hringurinn á körfunni eyðilagðist og varð um hálftíma hlé á leiknum á meðan skipt var um körfu. Danir héldu svo áfram eftir hléið og voru greinilega liðið sem langaði meira að sigra.

Jakob Sigurðsson var stigahæstur Íslendinga með 14 stig, Jakob stjórnaði leik liðsins í sókninni en sterk vörn Dana var erfið viðureignar. Jón Arnór Stefánsson skoraði 13 og hefur oft leikið betur, Jesper Sörensen var eins og skuggi Jón Arnórs í leiknum og í hvert skipti sem Jóni tókst að fá boltann í hendurnar þá komu einn til tveir aðrir leikmenn að berja á honum. Inni í teignum barðist Hlynur Bæringsson við hávaxna Dani en náði þó að rífa niður 7 fráköst innan um turnana auk þess að skora 10 stig. Magnús Gunnarsson skoraði einnig 10 stig en fékk ekki frið til að taka sín hefðbundnu þriggja stiga skot. Jón Nordal Hafsteinsson skoraði 6 stig, Fannar Ólafsson 6, Sigurður Þorvaldsson 5, Helgi Magnússon 4 og Páll Axel Vilbergsson 3. Íslenska liðið hitti úr 6 af 23 þriggja stiga skotum sínum og tók 22 varnarfráköst en 7 sóknar. Liðið tapaði 19 boltum en stal 6, leikmennirnir gáfu 7 stoðsendingar og Hlynur Bæringsson varði 1 skot.
Hjá Dönum var Jens Jensson stigahæstur með 19 stig og hinn 218 cm stór Chris Christoffersen skoraði 12. Danirnir tóku 33 fráköst, þ.a. 14 í sókn og stálu 15 boltum.

Það er ljóst að íslenska liðið þarf að gera betur í leik sínum, eða eins og þjálfarinn orðaði það eftir leik: "Nú verðum við bara að vinna Rúmena tvisvar og Dani svo með 11 stigum. Við getum það ef við viljum!"

Það var gaman að sjá hversu margir Íslendingar lögðu leið sína á leikinn, en um 100 Íslendingar mættu og hvöttu sína menn.

kki.is tók nokkrar myndir á leiknum og vonandi gleðja þær einhverja.

Tölfræði leiksins
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
8.-10. flokkur stúlkna hjá Val að undirbúa sig fyrir leik á móti í Gautaborg í Svíþjóð. Valur vann leikinn 26-24. Liðið komst í b-úrslit á mótinu en gat ekki spilað úrslitaleikinn þar sem að ferðaskrifstofa liðsins gerði ekki ráð fyrir að liðið færi svona langt. Stelpurnar þurftu því að halda heim til Íslands áður en mótið kláraðist.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið