S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
5.9.2004 | 21:59 | Óskar Ó. Jónsson
KR-ingar unnu Valsmótið örugglega
KR-liðið hafði frumkvæðið allan leikinn, var 17-12 yfir eftir fyrsta leikhluta, leiddi 29-28 í hálfleik og hafði 8 stiga forskot, 44-36, fyrir síðasta leikhlutann. Lárus Jónsson stjórnaði sóknarleik KR-liðsins af mikilli röggsemi, skoraði 16 stig og gaf 5 stoðsendingar og annar nýr leikmaður KR-liðsins, Jón Ólafur Jónsson, var næststigahæstur með 14 stig á aðeins 20 mínútum. Allir stóru mennirnir þrír í liði ÍR fengu tæknivillu og fóru útaf með fimm villur áður en leik lauk. Þeir tóku á sama tíma líka 26 fráköst aðeins þremur færra en allt KR-liðið til samans þar af voru 14 þeirra sóknarmeginn. Atkvæðamestir hjá KR: Lárus Jónsson 16 stig, 5 stoðs., 4 fráköst, hitti úr 11 af 16 vítum Jón Ólafur Jónsson 14 stig Sindri Páll Sigurðsson 10 stig Steinar Kaldal 9 stig, 5 stolnir Ólafur Már Ægisson 9 stig Tómas Hermannsson 7 stig Níels Dungal 1 stig, 10 fráköst, 6 stoðs. Atkvæðamestir hjá ÍR: Ólafur Jónas Sigurðsson 11 stig, 5 stolnir Ólafur Þórisson 11 stig Ásgeir Örn Hlöðversson 7 stig, 6 fráköst (4 í sókn) Gunnlaugur Erlendsson 7 stig Ómar Sævarsson 6 stig, 13 fráköst (6 í sókn), 3 varin Fannar Freyr Helgason 6 stig, 7 fráköst (4 í sókn), 9 tapaðir Samanburður á tölfræði liðanna: Fráköstin: ÍR 37 - KR 29 Sóknarfráköst: ÍR 19 - KR 9 Tapaðir boltar: KR 16 - ÍR 24 Hraðaupphlaupsstig: ÍR 14 - KR 8 Vítaskot: KR 37/24 - ÍR 14/8 3ja stiga skot: KR 10/5 - ÍR 17/3 Stoðsendingar: KR 16 - ÍR 6 Úrslit leikja KR-inga á mótinu: KR-Fjölnir 60-53 Valur-KR 33-51 KR-Hamar 53-21 KR-Haukar 47-36 KR-ÍR 67-53 |