© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
29.8.2004 | 11:53 | ooj
Íslenska liðið lenti í þriðja sæti í Ungverjalandi
Íslenska karlalandsliðið endaði í þriðja sæti á Panon-æfingamótinu í Ungverjalandi eftir 19 stiga tap fyrir heimamönnum, 75-94, í lokaleiknum í dag. Íslensku strákarnir stríddu þó Ungverjum í leiknum, þá sérstaklega í þriðja leikhluta en þann hluta vann íslenska liðið með 12 stigum,. 25-13, og minnkaði þar með muninn niður í fjögur stig, 61-65, fyrir síðasta leikhlutann. Ungverjar voru síðan sterkari í lokin og unnu með 19 stiga mun, 75-94, og tryggðu sér sigur á mótinu.

Jakob Sigurðarson var stigahæstur með 19 stig og Hlynur Bæringsson kom honum næstur með 15 stig. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 11 stig en hann var sá eini sem náði að skora körfu hjá Ungverjum í fjórða leikhluta (setti niður tvær) en öll önnur sitg íslenska liðsins í leikhlutanum komu af vítalínunni. Arnar Freyr Jónsson átti sína bestu innkomu í allri ferðinni í þessum leik og skoraði tíu stig.

Ungverjar höfðu sex stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 21-27 og leiddu með 16 stigum í hálfleik, 36-53. Íslensku strákarnir héldu þeim hinsvegar í aðeins 13 stigum í þriðja leikhlutanum og því munaði aðeins fjórum stigum fyrir lokaleikhlutann en Ungverjar höfðu þá yfir 61-65. Íslenska liðið minnakði muninn síðan niður í tvö stig, 63-65, í upphafi 4. leikhluta en þá skelltu Ungverjarnir í lás í vörninni og íslenska liðið skorað aðeins eina körfu til viðbótar í leiknum.

Þetta var óumdeilanlega besti leikur íslenska liðsins í ferðinni en ungverska liðið er gríðarlega sterkt lið með marga hávaxna og snjalla leikmenn. Íslensku strákarnir hafa nú lokið æfingaleikjum sínum fyrir Evrópukeppnina sem hefst með leik við frændur okkar Dani í Árósum 10. september næstkomandi. Liðið spilaði alls tíu vináttulandsleiki í sumar, vann þrjá (gegn Belgum, Pólverjum og Austurríkismönnum) og tapaði sjö (3 gegn Pólverjum, 2 gegn Belgum, 1 gegn Ungverjum og 1 gegn Austurríki).

Stig íslenska liðsins í leiknum
Jakob Sigurðarson 19
Hlynur Bæringsson 15
Magnús Þór Gunnarsson 11
Arnar Freyr Jónsson 10
Fannar Ólafsson 8
Páll Axel Vilbergsson 6
Jón Nordal Hafsteinsson 4
Friðrik Stefánsson 2

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Evrópukeppni U-20 landsliða í Evora í Portúgal árið 1993.  Þjálfarar liðsins þeir Friðrik Ingi Rúnarsson og Torfi Magnússon.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið