S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
27.8.2004 | 19:56 | óój
23 stiga tap fyrir Póllandi í fyrsta leiknum í Ungverjalandi
Íslensku strákarnir voru átta stigum undir í hálfleik, 46-54 en Pólverjar höfðu fjögur stig í forskot eftir fyrsta leikhluta leiddu þá 23-27. Ísland vann einn af þremur vináttulandsleikjum þjóðanna sem fóru fram hér heima í byrjun ágúst. Að þessu sinni telfdu Pólverjar fram NBA-leikmanni sínum Maciej Lampe sem leikur með Phoenix Suns og var hann illviðráðanlegur í leiknum og gerði alls 22 stig. Andrzej Pluta var stighæstur hjá Pólverjum með 25 stig. Pólverjar gerðu 10 þriggja stiga körfur (úr 21 skoti) en íslenska liðið nýtti aðeins 7 af 20 skotum sínum fyrir utan þþriggja stiga línuna. Stig Íslands í leiknum við Pólverja: Hlynur Bæringsson 17 Jakob Sigurðarson 15 Magnús Þór Gunnarsson 12 Friðrik Stefánsson 10 Jón Nordal Hafsteinsson 10 Páll Axel Vilbergsson 7 Fannar Ólafsson 6 Eiríkur Önundarson 5 Sigurður Þorvaldsson 4 Arnar Freyr Jónsson 1 Íslenska landsliðið hefur ekki fengið fleiri stig á sig (110) í sex ár eða síðan liðið tapaði illa í Króatíu í Zagreb í milliriðli Evrópukeppninnar 2. desember 1998. Íslenska landsliðið tapaði þeim leik með heilum 34 stigum, 77-111. Þetta eru einu tvö skiptin á síðustu tólf árum sem íslenska liðið fær 110 stig eða fleiri á sig í einum og sama landsleiknum. Ísland hefur mest fengið á sig 130 stig í leik gegn Belgum 12. maí 1989 en hann tapaðist með 71 sitgi, 59-130. Íslenska liðið spilar þrjá leiki í mótinu, á morgun mætir liðið Austurríki og á sunnudag mætir íslenska liðið heimamönnum, Ungverjum. Íslenska liðið lék æfingaleik við Austurríki á miðvikudagskvöldið og tapaði þeim leik með fimmtán stigum, 81-96. Ungverjar unnu Austurríki í fyrri leik dagsins með 32 stigum, 107-75 og eru greinilega með gríðarlega sterkt lið. Ungverjar höfðu 21 sitgs forskot eftir fyrri hálfleikinn einan, 58-37. |