© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
25.8.2004 | 11:23 | bl
Jón Arnór til Dynamo St. Petersburg
Jón Arnór Stefánsson landsliðsmaður í körfuknattleik hefur gert eins árs samning við rússneska félagið Dynamo St. Petersburg. Jón Arnór, sem var á mála hjá Dallas Mavericks í NBA-deildinni, er laus allra mála hjá Dallas og ætlar sér stóra hluti með rússneska félaginu í vetur.

Jón Arnór sá ekki fram á að fá mikið að leika með Dallas í vetur og vildi því róa á önnur mið. Hann hefur þó engan veginn gefið NBA-drauminn uppá bátinn og hyggst reyna fyrir sér aftur á þeim vígstöðvum þó síðar verði.

Dynamo St. Petersburg er talið eitt sterkasta félagsliðs Rússland, en rússneska deildin er um þessar mundir sú sterkasta í Evrópu ásamt þeirra spænsku. Félagið var stofnað á þessu ári og þykir til alls líklegt í deildinni, enda mun ekki skorta neitt uppá hvað fjárhag félagsins varðar. Félagið ætlar sér einnig stóra hluti í Evrópukeppni undir stjórn nýs þjálfari, Davids Blatt, sem stjórnað hefur Maccabi Tel Aviv í Ísrael undanfarin ár með góðan árangri. Auk Jóns Arnór, hefur félagið fengið til sín nokkra sterka leikmenn til sem styrkja munu liðið enn frekar.

Á morgun heldur Jón Arnór áleiðis til Rússlands í læknisskoðun og mun síðan fara með liðinu í æfingaferð til Ítalíu. Í byrjun september mun Jón Arnór síðan koma til liðs við íslenska landsliðið í Danmörku, þar sem fyrsti leikur Íslands í Evrópukeppni landsliða fer fram 10. september. Hann mun síðan koma með liðinu heim og leika gegn Rúmeníu þann 19. september í Keflavík.

Eins og að framan greinir gerði Jón Arnór eins árs samning við Dynamo St. Petersburg. Í samtali við kki.is sagist Jón Arnór ætla að taka stöðuna að tímabilinu loknu, hvort hann léki áfram í Evrópu eða hvort hann héldi á ný til Bandaríkjanna.

kki.is óskar Jóni Arnóri til hamingju með samninginn og hlakkar til að flytja af honum fréttir af nýjum vígstöðvum í vetur.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kristinn Óskarsson tekur við viðurkenningu frá Hannesi Jónssyni formanni KKÍ í tilefni af 1000. leiknum sem Kristinn dæmdi á mótum á vegum KKÍ. Kristinn er aðeins þriðji dómarinn til að ná þessum merka áfanga en kollegar hans Jón Otti Ólafsson og Rögnvaldur Hreiðarsson hafa einnig náð að kljúfa 1.000 leikja múrinn.
Leikur nr. 1.000 var viðureign Vals og Reynis frá Sandgerði í 1. deild karla 4. janúar 2008.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið