© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
13.11.2000 | 15:48 | ÓR
Velheppnuð óvissuferð með fjölmiðlamenn
Á föstudaginn var haldið hið árlega fjölmiðlaseminar KKÍ. Um að ræða óvissuferð fyrir íþróttafréttamenn þar sem m.a. er keppt í bóklegum og verklegum körfuboltaþrautum. Sigurvegarinn fær að launum fjölmiðlabikarinn. Að þessu sinni var farið til Hveragerðis, þar sem heimamenn undir stjórn Lárusar Inga Friðfinnssonar tóku vel á móti hópnum. Stjórn KKÍ vill nota tækifærið og þakka Hamarsmönnum fyrir höfðinglegar móttökur og rausnarlegar veitingar.

Í verklega hlutanum var keppt í "Stinger", þriggjastiga skotkeppni og "lay-up" skotum. Nýtt vandamál kom upp, sem var fólgið í þátttöku nýs íþróttafréttamanns, Sigurðar Elvars Þórólfssonar, en eins og körfuknattleiksáhugamenn vita hefur hann faglegri tilburði en meðal íþróttafréttamaður. Var vandamálið leyst með því að Elvar þurfti að skora tvisvar í hverri umferð af "Stinger", taka þriggja stiga skot sín tvo metra frá línunni, og "lay-up" skotin með vinstri hendi. Þrátt fyrir þetta lenti Sigurður Elvar í öðru sæti keppninnar.

Sigurvegari keppninnar að þessu sinni var íþróttafréttamaðurinn knái frá Stöð 2/Sýn, Valtýr Björn Valtýsson, en til gamans er hér birtur listi yfir sigurvegarana frá upphafi:

Grindavík 1997: Skúli Unnar Sveinsson - Morgunblaðinu.
Borgarnes 1998: Jón Kristján Sigurðsson - DV
Reykjavík 1999: Guðmundur Hilmarsson/Jón Kristján Sigurðsson - DV
Hveragerði 2000: Valtýr Björn Valtýsson - Íslenska Útvarpsfélaginu.

Það hlýtur að valda íþróttadeild RUV áhyggjum að þeir hafa ekki sigrað keppnina ennþá, og verður þeim væntanlega ögrun til þess að mæta undirbúnir með mikinn baráttuanda á næsta ári. Að þessu sinni voru mættir tveir fulltrúar RUV, bræðurnir Adolf Ingi Erlingsson frá sjónvarpinu og Ingimar Erlingsson frá hljóðvarpinu.

Að lokum eru hér birtar spurningarnar sem íþróttafréttamennirnir þurftu að kljást við , og ber að hafa í huga að þeir fá einungis tvær mínútur til þess að svara þeim öllum:

SPURNINGAKEPPNI FJÖLMIÐLAMANNA 2000

1. Hvaða lið sló Keflvíkinga út úr Kjörísbikarnurm?

2. Hvað leika margir Norðurlandabúar með liðum í Epsondeildinni?

3. Hvað eru margir nýliðar í 16 manna landsliðshópnum fyrir EM leikina í nóv.?

4. Hvaða leikmenn voru valdir leikmenn síðustu viku í NBA deildinni?

5. Með hvaða liði leikur Adonis Pomoi í Epsondeildinni?

6. Hvaða íþróttafréttamaður varð nýlega fertugur?

7. Hvert er metið fyrir flest fráköst í einum leik í Epson-deildinni?

8. Nefnið tvo nýliða sem vour í landsliðshóp Friðriks Inga á Polar Cup?

9. Með hvaða liði leikur Toni Kukoc í NBA deildinni?

10. Í hvaða sæti varð kvennalandslið Íslands á Polar Cup í sumar?

11. Í hvaða sætum urðu íslensku karlalandsliðin á Polar Cup í sumar?

12. Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna?

Gaman væri fyrir lesendur að reyna sig við spurningarnar á tveimur mínútum, en svörin verða birt hér á síðunni innan tíðar.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Helgi Rafnsson miðherji Njarðvíkur skorar yfir Sturla Örlygsson leikmann Njarðvíkur haustið 1989.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið