S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
15.8.2004 | 12:58 | HSJ
ÍSLAND sigurvegari í B-deild EM U16 drengja
Finnar unnu Makedóníu áðan með 78 stigum gegn 75 stigum Makedóníu. Þar er með er ljóst ÍSLAND hefur unnið B-deild Evrópukeppninnar þrátt fyrir að eiga eftir að spila við Holland. Strákarnir eiga að spila við Holland núna kl.13:30. Þessi sigur er með þeim stærri við Íslendingar höfum unnið í alþjóðakörfubolta og því stór dagur hjá körfuknattleiksmönnum í dag. Ísland spilar því í A-deildinni á næsta ári. Varla þarf að taka fram að þar á engin smáþjóð sæti í ár. Frakkar urðu Evrópumeistarar eftir sigur á Rússum í úrslitaleik. Önnur ríki sem áttu lið í A-deildinni í ár voru Slóvenía, Pólland, Ísrael, Serbía&Svartfjallaland, Ítalíu, Litháen, Georgía, Tyrkland, Króatíu, Lettland, Spánn, Grikkland, Belgía og Þýskaland. Samkvæmt vef FIBA Europe lítur út fyrir að Þýskaland og Pólland hafi fallið í B-deildina fyrir næsta ár. |