© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.8.2004 | 11:45 | bl
Kom okkur á óvart hvað íslenska liðið var sterkt
Í pólska netmiðlinum Erakadra má lesa um leikina milli Íslands og Póllands. Þar er haft eftir þjálfara Pólska landsliðsins, Andrezej Kowalczyk, að honum kom á óvart hvað íslenska liðið var öflugt. Hann segir að íslenska liðið væri eitt það sterkasta á Norðurlöndum. Talað er um að Fannar Ólafsson, Hlynur "Jesús" Bæringsson og Magnús Gunnarsson, hafi staðið sig best íslensku leikmannana.

Einnig er viðtal við einn leikmanna póska liðsins Robert Witka: “Þessir leikir voru þýðingarmiklir þó þeir væru æfingaleikir. Ísland var sterkur og óþægilegur andstæðingur, við vissum ekkert um þá áður en við komum."

"Við spiluðum betur með hverjum leiknum en samt er ég mjög óánægður. Íslendingar voru grimmari, og spiluðu körfubolta af heilum hug, barátta þeirra var mikil. Við vorum tæknilega betri en gátum ekki nýtt okkur það."

"Við verðum að spila betur, og leggja okkur alla fram í hverjum einasta leik. Ég spilaði mikið í öllum leikjunum á Íslandi, er ósáttur við tapaðan leik í Stykkishólmi en er sáttur við hina tvo. Íslenska liðið spilaði mjög skemmtilegan körfubolta, spilaði vel sem hópur og geta náð mjög langt,” segir Vitka í viðtalinu við Erakadra.


Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Landslið karla sem tók þátt í Evrópukeppninni 2008-2009. Plakat sem prentað var og gefið í kringum heimaleiki liðsins.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið