© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.11.2000 | 12:08 | BL
Hvaða lið vinnur Kjörísbikarinn?
Um helgina verður keppt til úrslita um Kjörísbikarinn. Að þessu sinni eru það UMFG - UMFN og KR - Tindastóll sem eigast við í þessari skemmtilegu bikarkeppni. Leikirnir fara fram í Smáranum í Kópavogi.

Fyrri leikurinn verður viðureign UMFG og UMFN og hefst leikurinn kl. 15:00 á morgun laugardag. Grindvíkingar mæta sterkirt til leiks með alla sína menn heila og Njarðvíkingar, sem aldrei hafa komist í úrslitaleik keppninnar, mæta einnig mjög ákveðnir til leiks.

Síðari viðureignin kl. 16:45, leikur KR og núverandi meistara þessarar keppni Tindastóls, verður án efa spennandi. KR-ingar mæta með Keith Vassell til leiks á ný, en á móti kemur að óvíst er hvort þeir Jónatan Bow og Guðmundur Magnússon geta leikið með vegna meiðsla. Þá er Hermann Hauksson enn meiddur. Tindastólsmenn eru með töluvert breytt lið frá því í fyrra, en mæta til leiks nú fullir tilhlökkunar að verja titilinn, en slíku eiga þeir norðanmenn ekki að venjast.

Leikirnir verða sýndir á Sýn, en KKÍ hvetur alla körfuboltaáhugamenn til að mæta í Smárann og sjá þessi skemmtilegu lið eigast við.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
A-landslið kvenna á röltinu í Belgrad sumarið 2008. Liðið var á keppnisferðalagi en stelpurnar léku við Svartfjallaland í ferðinni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið