© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
6.8.2004 | 22:50 | Óskar Ó. Jónsson
Fimm stiga tap í fyrsta leiknum gegn Pólverjum
Íslenska karlalandsliðið tapaði með fimm stigum, 78-83, í fyrsta vináttulandsleiknum gegn Pólverjum en leikurinn fór fram í DHL-Höllinni í Vesturbænum í kvöld. Íslenska liðið hafði tvö stig yfir í hálfleik, 43-41, eftir að hafa náð mest 12 stiga forskoti í öðrum leikhluta, 31-19. Pólverjar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel en þeir náðu þó aldrei að losa við baráttuglatt íslenskt lið sem var inn í leiknum allan tímann. Hlynur Bæringsson var með 17 stig og 10 fráköst hjá íslenska liðinu.

Hlynur Bæringsson hélt áfram uppteknum hætti frá því í landsleikjunum gegn Belgum, skoraði 17 stig, hitti úr 6 af 10 skotum sínum auk þess að taka 10 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Magnús Þór Gunnarsson átti einnig frábæra innkomu í lok fyrsta leikhluta þegar hann kom íslenska liðinu inn í leikinn með tveimur þriggja stiga körfunni á síðustu mínútu leikhlutans. Fyrir vikið náði íslenska liðið að jafna leikinn í 22-22. Magnús endaði með 11 stig en Fannar Ólafsson skoraði 13 stig þar af 7 þeirra úr sjö tilraunum af vítalínunni.

Það var mikil harka í leiknum og upp úr sauð um miðjan annan leikhluta þegar tveir Pólverjar voru reknir út úr húsi. Annar þeirra var Cezary Trybanski sem leikur með Chicago Bulls í NBA-deildinni en hann réðst að Fannari Ólafssyni eftir harða baráttu þeirra undir körfunni. Andrzej Pluta þurfti einnig að yfirgefa völlinn eftir að hafa komið inn á völlinn með hörð mótmæli af bekknum. Íslenska liðið fékk í kjölfarið sex vítaskot sem Fannar Ólafsson nýtti öll og kom íslenska liðinu 11 stigum yfir.

Pólverjar voru drifnir áfram af frábærri hittni Wojciech Szawarski sem er 194 sm og hitti úr 11 af 15 skotum sínum þar af 3 af 4 fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann endaði leikinn með 25 stig á 28 mínútum. Þá stjórnaði Eric Elliot leik liðsins vel en hann var með 12 stoðsendingar auk 12 stiga og 7 frákasta. Elliot er Bandaríkjamaður sem er að fá pólskt ríkisfang. Cezary Trybanski var búinn að skora 4 stig á þeim 6 mínútum sem hann var inná en honum var fyrr í vikunn skipt frá New York Knicks til Chicago Bulls.

Atkvæðamestir hjá íslenska liðinu í leiknum:
Hlynur Bæringsson 17 stig, 10 fráköst, 3 stoðsendingar
Fannar Ólafsson 13 stig, 4 fráköst, hitti úr 7 af 7 vítum sínum
Magnús Þór Gunnarsson 11 stig
Páll Axel Vilbergsson 9 stig, 8 í fjórða leikhluta
Friðrik Stefánsson 8 stig, 4 fráköst
Helgi Már Magnússon 8 stig
Eiríkur Önundarson 5 stig, 5 stoðsendingar á 15 mín.
Lárus Jónsson 3 stig
Páll Kristinsson 2 stig
Sigurður Þorvaldsson 2 stig

Einkunnir íslensku strákanna fyrir leikinn á leikvarpinu má finna hér en þar var Hlynur Bæringsson hæstur með 16 og var sá eini yfir 10 hjá íslenska liðinu í leiknum.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð unglingalandsliðs kvenna á mót í Nicosiu á Kýpur árið 1999.  Hópurinn við styttu af Macariosi erkibiskupi.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið