© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
31.7.2004 | 19:47 | Óskar Ó. Jónsson
Íslensku stelpurnar unnu Promotion Cup
Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sigur á Promotion Cup í Andorra með, 81-66 sigri á Lúxemburg í úrslitaleik í kvöld. Lúxemborg var taplaust fyrir leikinn og spilaði stífa og harða pressuvörn allan tímann. Íslenska liðið spilaði skynsamlega, Anna María Sveinsdóttir sýndi mikilvægi sitt í stórum leikjum og Erla Reynisdóttir átti frábæra innkomu þegar Alda Leif Jónsdóttir þurfti að yfirgefa völlinn og fór í athugun á sjúkrahús. Signý Hermannsdóttir var stigahæst með 20 stig og 10 fráköst, Anna María skoraði 17, 12 þeirra í seinni hálfleik og Erla Reynisdóttir var með 15 stig og 6 stoðsendingar og 100% vítanýtingu (9 af 9).

Íslensku stelpurnar höfðu alltaf frumkvæðið í leiknum, það munaði tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-18, og fjórum stigum í hálfleik, 42-38. Í seinni hálfleik náðu íslensku stelpurnar upp góðu forskoti sem þær héldu út leikinn. Ísland leiddi med 10 stigum eftir þriðja leikhluta, 65-55 og leikinn á endanum med 15 stigum, 81-66.

Þetta er í annað skipti sem íslenska kvennalandsliðið vinnur Promotion Cup en síðast gerðist það fyrir átta árum (1996). Fimm leikmenn íslenska liðsins í dag voru einnig med þá. Það eru: Anna María Sveinsdóttir, Erla Reynisdóttir, Alda Leif Jónsdóttir, Birna Valgarðsdóttir og Erla Þhorsteinsdóttir. Guðbjörg Norðfjörð, farastjóri nú í Andorra var leikmaður liðsins fyrir átta árum.

Anna María Sveinsdóttir tilkynnti það í leikslok ad þetta væri hennar 60. og síðasti landsleikur og það er óhætt að segja að hún hafi endað með stæl. Anna María skoraði 8 stig í síðasta leikhlutanum sem íslenska liðið vann með fimm stigum, 16-11. Hún tók líka vid bikarnum ásamt Erlu Þorsteinsdóttur fyrirliða, í mótslok. Anna María mun Því ekki spila med liðinu á Norðurlandamótinu í Svíþjóð sem hefst 10. ágúst næstkomandi.

Atkvæðamestar hjá íslenska liðinu:
Signý Hermannsdóttir 20 (10 fráköst, 3 varin, hitti úr 9 af 14 skotum, 12 stig í 1. leikhluta)
Anna María Sveinsdóttir 17 (8 af 9 í 2ja stiga skotum)
Erla Reynisdóttir 15 (6 stoðs., 5 fráköst, hitti úr 9 af 9 vítum)
Hildur Sigurðardóttir 12 (8 stoðs., 5 fraköst, 3 stolnir)
Erla Þorsteinsdóttir 8 (hitti úr 3 af 5 skotum og 2 af 2 vítum)
Alda Leif Jónsdóttir 4 (4 fraköst, 2 stoðs., meiddist eftir 13 mín. og 55 sek., var flutt á sjúkrahús en er óbrotinn en mjög aum og sárþjáð.)
Sólveig Gunnlaugsdóttir 3
Birna Valgarðsdóttir 2 (6 fráköst, 3 varin, tók ekki 3ja stiga skot, var 12 af 27 (44%) fyrir leikinn.)

Hægt er að nálgast heildartölfræði liðsins og staka leiki..
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Leikmenn með blómaleiki, Albert Óskarsson, Guðmundur Bragason, Magnús Matthíasson og Guðjón Skúlason.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið