S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
1.8.2004 | 9:26 | rg
Körfuknattleikskona flýgur stórum þotum
Fyrr í vikunni mátti lesa viðtal í Morgunblaðinu við unga stúlku sem er flugmaður á Boeing 747 þotu hjá Air Atlanta.
Stúlkan Rúna Birna Finnsdóttir segir frá því að áhugamál hennar snúist meðal annars um körfubolta en hún lék einmitt með Tindastól, ÍR og ÍS í körfuknattleik á sínum yngri árum. Hóf ferilinn í 1. deild kvenna með Tindastól árið 1993 og lék með þeim til 99 þegar hún skipti í ÍR og haustið 2000 lék hún með ÍS. Í fréttinni segir frá því að líklega sé Rúna Birna yngsti flugmaður í heiminum með réttindi til að fljúga svo stórri þotu sem Boeing 747 er en til að fá slík réttindi þarf að safna tímum á minni vélar. Rúna Birna eyddi einu ári í Bandaríkjunum að fljúga um og finna skógarelda og láta vita og nýttist það henni vel í söfnun tíma. Í sumar hefur hún svo verið að fljúga með Ólympíueldinn vítt og breitt um heiminn. |