© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
4.6.2015 | 7:00 | Kristinn | Landslið
Tíundu Smáþjóðaleikarnir hjá íslenska kvennalandsliðinu
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er að taka þátt í tímamótaleikum á Smáþjóðaleikunum í ár en þeir fara fram þessa dagana í Laugardalshöllinni.

Áhorfendur eru hvattir til að mæta og styðja við bakið á liðinu en frítt er á alla viðburði leikanna.

Þetta verður í tíunda sinn sem íslenska kvennalandsliðið tekur þátt í körfuboltakeppni Smáþjóðaleikanna en íslenska liðið var fyrst með á Kýpur árið 1989.

Það var ekki keppt í körfubolta kvenna fyrir árið 1989 og körfuboltakeppni kvenna féll einnig niður árin 1999, 2001, 2007 og 2011 en gestgjafi hverra leika á möguleika á því að taka út ákveðinn fjölda greina.

Það var ekki keppt í kvennakörfubolta í Liechtenstein 1999, á San Marínó 2001, í Mónakó 2007 og í Liechtenstein 2011.

Íslenska kvennalandsliðið hefur unnið verðlaun á öllum níu Smáþjóðaleikunum, eitt gull, sex silfur og tvö brons. Eina gullið kom á Smáþjóðaleikunum á Íslandi 1997.

Íslensku stelpurnar hafa alls spilað 27 leiki á Smáþjóðaleikunum og unnið 17 þeirra eða 63 prósent leikja sinna. Liðið mun því spila þrítugasta leikinn sinn á þessum Smáþjóðaleikum.

Það var Kristín Sigurðardóttir sem skoraði fyrstu körfu íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikum í tapleik á móti Lúxemborg 17. maí 1989. Kristín, sem lék þarna með ÍS, var líka stigahæst í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikum.

Fyrstu þriggja stiga körfu íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikum skoraði aftur á móti Margrét Sturlaugsdóttir, þáverandi leikmaðru Keflavíkur og núverandi aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins.

Margrét skoraði þá sögulegu þriggja stiga körfu í sigri á Mónakó í þriðja leik íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum á Kýpur 1989. Hún skoraði tvær þriggja stiga körfur í leiknum sem voru jafnframt þær einu hjá íslenska liðinu á þeim leikum.

Íslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleikum:
1989 á Kýpur - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull)
1991 í Andorra - bronsverðlaun (Lúxemborg vann gull)
1993 á Möltu - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull)
1995 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull)
1997 á Íslandi - gullverðlaun
2003 á Möltu - bronsverðlaun (Malta vann gull)
2005 í Andorra - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull)
2009 á Kýpur - silfurverðlaun (Malta vann gull)
2013 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull)
2015 á Íslandi - ???

Samantekt:
Gull - 1 - (1997)
Silfur - 6 - (1989, 1993, 1995, 2005, 2009, 2013)
Brons - 2 - (1991, 2003)

Flest gullverðlaun:
6 - Lúxemborg (1989, 1991, 1993, 1995, 2005, 2013)
2 - Malta (2003, 2009)
1 - Ísland (1997)

Stelpunar spila við Mónakó í dag fimmtudaginn 4. júní klukkan 17.00 og svo lokaleikinn sinn á móti Lúxemborg á laugardeginum 6. júní klukkan 13.30.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Fannar Helgason, leikmaður Stjörnunnar, lék sína fyrstu leiki fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum á Kýpur í júní mánuði 2009. Hér er hann í viðtali hjá Adolfi Inga Erlingssyni fréttamanni Ríkissjónvarpsins. Myndatökumaðurinn er Óskar Nikulásson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið