© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
1.6.2015 | 18:45 | Kristinn | Landslið
Ívar aðeins annar þjálfarinn sem fer með kvennaliðið á tvenna Smáþjóðaleika
Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, er fyrsti þjálfarinn í 22 ár sem nær því að fara með kvennaliðið á tvenna Smáþjóðaleika.

Torfi Magnússon fór með konurnar á tvenna Smáþjóðaleika í upphafi tíunda áratugsins, fyrst í Andorra 1991 og svo á Möltu 1993.

Það eru liðin tíu ár síðan að Ívar fór með íslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleika en það var á leikunum í Andorra árið 2005.

Sex íslenskir þjálfarar hafa farið einu sinni með konurnar á Smáþjóðaleika en Sverrir Þór Sverisson var þjálfari liðsins á síðustu Smáþjóðaleikum sem fóru fram í Lúxemborg 2013.

Þrír leikmenn fóru með Torfa Magnússyni á báða Smáþjóðaleikana í upphafi tíunda áratugsins en það voru þær Björg Hafsteinsdóttir, Guðbjörg Norðfjörð og Hafdís Helgadóttir.

Aðeins tveir leikmenn voru í liðinu hans Ívars á Smáþjóðaleikunum fyrir tíu árum en það voru þær Helena Sverrisdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir.

Þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins á Smáþjóðaleikum:
Ívar Ásgrímsson · 2 (2005, 2015)
Torfi Magnússon · 2 (1991, 1993)
Sverrir Þór Sverrisson    1 (2013)
Ágúst Líndal · 1 (1989)
Svali Björgvinsson · 1 (1995)
Sigurður Ingimundarson · 1 (1997)
Hjörtur Harðarson · 1 (2003)
Henning Henningsson · 1 (2009)

Fyrsti leikur íslensku stelpnanna á Smáþjóðaleikunum 2015 er á morgun, þriðjudaginn 2. júní, á móti Möltu í Laugardalshöllinni og hefst hann klukkan 19.30. Liðið spilar síðan við Mónakó á fimmtudeginum 4. júní (klukkan 17.00) og svo lokaleikinn sinn á móti Lúxemborg á laugardeginum 6. júní (klukkan 13.30).
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Heiðrún Kristmundsdóttir, leikmaður U18 kvenna, í myndatöku fyrir NM 09.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið