© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
20.5.2015 | 13:50 | Kristinn | EuroBasket 2015, Landslið
Evrópubikarinn kemur til landsins á Smáþjóðaleikana
Nikolai Semashko bikarinn
FIBA hefur ákveðið að fara með Evrópubikarinn, sem afhendur verður Evrópumeisturunum á EuroBasket 2015, á ferðalag og heimsækja öll löndin sem taka þátt í lokakeppninni í tilefni af 80 ára afmæli keppninnar.

Ákveðið hefur verið að hann komi til landsins yfir Smáþjóðaleikana og verði til sýnis í andyri Laugardalshallarinnar dagana 3.-4. júní en þar fer fram keppni í körfuknattleik á leikunum. Keppni í körfuknattleik verður leikin 2.-6. júní.

Fulltrúi FIBA kemur með bikarinn og einnig verður í för lukkudýr EuroBasket, Frenkie the Fireball. Þess má geta að umræddur bikar er sá sem mun verða afhendur sigurvegurum EM í haust.




Um bikarinn: The Nikolai Semashko Throphy
Bikarinn ef nefndur eftir Nikolai Semashko (1907 - 1976), sem var frá Sovétríkjunum, en hann var íþróttamálaráðherra Sovétríkjanna sálugu og varaformaður og formaður FIBA Europe á árunum 1960 til 1976.

Núverandi bikar er önnur útgáfan af Evrópubikarnum sem var notuð til ársins 1993, en það var þýski gullsmiðurinn Gunter Schoebel sem bjó til arftakan árið 1995.

Bikarinn er 23 cm há skál sem er 35 cm í þvermál efst. Hann er búinn til úr gulli og silfri skreyttur 24 eðalsteinum, jafnmörgum fjöldi liða á mótinu, og stendur á gegnheillri marmaraplötu. Bikarinn vegur svo alls 18 kg.

Frá árinu 1995 hafa hetjur eins og Vlade Divac, Aleksander Djordjevic, Gregor Fucka, Dejan Bodiroga, Sarunas Jasikevicius, Theodoros Papaloukas, Andrei Kirilenko, Juan Carlos Navarro, Pau Gasol og Tony Parker meðal annars lyft bikarnum á loft sem Evrópumeistarar.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frægur leikur í gömlu Skemmunni á Akureyri á milli Hauka og Þórs árið 1983, þar sem þeir Einar Bollason þjálfari Hauka og Hörður Tuliníus dómari leiksins kærðu hvorn annan.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið