© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
16.7.2004 | 11:21 | rg
Frakkar Evrópumeistarar drengja 16 ára og yngri
Frakkar urðu Evrópumeistarar drengja 16 ára og yngri í gær, í Grikklandi, þegar þeir sigruðu Rússa í úrslitaleik, 65-60. Þetta er í 18. skipti sem þessi keppni er haldin og í öll skiptin hafa Frakkar verið í úrslitakeppni en aldrei sigrað, fyrr en nú.
Það er óhætt að segja að leið þeirra að gullinu hafi verið strembin, þeir töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni gegn Tyrkjum en unnu Letta og Króata. Í milliriðli töpuðu þeir á móti Rússlandi og Spáni en unnu Ítali. Samt sem áður komust þeir í undanúrslit vegna hagstæðra innbyrðis úrslita gegn Spánverjum og Ítölum. Í undanúrslitum mættu þeir Tyrkjum og eftir jafnan og spennandi leik sigruðu Frakkar og mættu Rússum í úrslitaleiknum, en Rússar höfðu lagt Litháa í hinum undanúrslitaleiknum. Þeir Bláu sýndu helsta styrkleika sinn í mótinu sem var varnarleikur í úrslitaleiknum og lögðu Rússa eins og fyrr segir 65-60. Í úrslitaleiknum skoruðu 4 leikmenn tveggja stafa tölu og voru þeir Abdoulaye Mbaye með 13 stig og Ludovic Vaty með 12 stig (19 fráköst) stigahæstir. Stigahæstur Rússa var Kirill Pishchalnikov með 19 stig og 18 fráköst.
Tyrkir urðu svo í þriðja sæti en þeir unnu Litháa 75-69.

Keppni í B deild 16 ára og yngri fer svo fram í ágúst en þá leikur íslenska liðið í Brighton á Englandi en einnig verður leikið í Búlgaríu.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
KR ingurinn Keith Vassell berst við Grindvíkingana Dag Þórissona og Alexander Ermolinskij en KR ingurinn Jonathan Bow fylgist með í leik liðanna veturinn 1999-2000
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið