
| S | M | Þ | M | F | F | L | 
1  | 
	||||||
2  | 
		3  | 
		4  | 
		5  | 
		6  | 
		7  | 
		8  | 
	
9  | 
		10  | 
		11  | 
		12  | 
		13  | 
		14  | 
		15  | 
	
16  | 
		17  | 
		18  | 
		19  | 
		20  | 
		21  | 
		22  | 
	
23  | 
		24  | 
		25  | 
		26  | 
		27  | 
		28  | 
		29  | 
	
30  | 
		
| 
 8.7.2004 | 16:10 | bl 
  Fjórir körfuboltaþjáfarar fengu styrkt frá ÍSÍ 
   
    Alls eru veittir 5 styrkir að upphæð kr. 50.000 hver og 14 styrkir að upphæð kr. 25.000. Heildarúthlutun styrkja er kr. 600.000,- til 10 íþróttagreina. Alls bárust 37 umsóknir, 22 frá karlmönnum og 15 umsóknir frá konum. Íþróttagreinar umsækjenda eru alls 14. Eftirtaldir körfuknattleiksþjálfarar fengu styrkinn að þessu sinni: Baldur Ingi Jónasson Útskrifaðist frá Íþróttakennaraskóla Íslands árið 1994 og hefur starfað mikið við körfuknattleiksþjálfun á Ísafirði. Hlýtur styrk til þess að sækja körfuknattleiksnámskeið í Belgrad í águst nk. Bjarni Gaukur Þórmundsson Útskrifaðist frá Íþróttakennaraskóla Íslands árið 1997 og hefur sótt flest öll námskeið hérlendis í körfuknattleik undanfarin 12 ár. Hefur þjálfað á vegum Breiðabliks undanfarin ár auk þess sem að þjálfa mfl. karla á Selfossi. Þá hefur Bjarni verið duglegur að kenna á námskeiðum íþróttahreyfingarinnar. Hlýtur styrk til þess að sækja körfuknattleiksbúðir í Serbíu. Hrafn Kristjánsson Útskrifaðist frá Íþróttakennaraskóla Íslands árið 1998. Hrafn hefur þjálfað yngri flokka í körfuknattleik hjá KR og á Ísafirði. Þá hefur hann þjálfað mfl. karla og kvenna á Ísafirði en mun þjálfa hjá Þór á Akureyri á komandi ári. Hlýtur styrk til þess að sækja körfuknattleiksnámskeið í Belgrad í águst nk. Óskar Þórðarson Útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands - Íþróttaskor árið 2000 og stundar nú nám við Íþróttaháskólann í Osló og lýkur þar masternámi um næstu áramót. Hefur þjálfar körfuknattleik hjá Þór Þorlákshöfn auk þess sem hann hefur starfað sem körfuknattleiksþjálfari í Noregi samhliða námi. Hlýtur Óskar styrk til þess að sækja körfuknattleiksnámskeið í Belgrad í ágúst nk.  |