© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
28.6.2004 | 10:16 | bl
Tap í Keflavík - Sigur í Stykkishólmi
Ísland og Belgía mættust öðru sinni í Keflavík á föstudagskvöld. Ísland hafði yfir lengst af í leiknum en Belgar sigu fram úr á lokamínútunum og tryggðu sér sigur, 74-78. Þriðji leikur liðanna fór fram í Stykkishólmi á laugardag. Þar hafði Ísland sigur, 77-76.

Leikurinn í Keflavík var vel leikinn að beggja hálfu og sigurinn hefði með smá heppni getað fallið íslenska liðinu í skaut. Hittni okkar manna var mun betri en í fyrsta leiknum og vörnin var einnig betri. Helgi Már Magnússon var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig og 7 fráköst. Tölfræði leiksins.

Þriðji leikuinn í Stykkishólmi á laugardag var hann bestur leikjanna þriggja hvað varðar leik íslenska liðsins. Leikurinn var hraðari en hinir fyrri og íslenska liðið sýndi styrk sinn í 3ja stiga skotunum. Lokamínúta leiksins var æsispennandi. Belgar áttu tvö vítaskot þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum og staðan var 74-76 þeim í vil. Hervelle fyrirliða Belga brást bogalistin í báðum skotunum og íslenska liðið brunaði í sókn. Páll Axel Vilbergsson fyrirliði tók 3ja stiga skot á lokasekúndunni úr þröngri stöðu. Boltinn rataði í körfuna í sömu mund og lokaflautið gall. Íslenskur sigur var staðreynd, 77-76.

Þetta var aðeins annar sigurinn á Belgum í 10 landsleikjum og vafalaust sá sætasti. Hlynur Bæringsson fór á kostum á heimavelli, skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst. Tölfræði leiksins.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Strákar úr Stjörnunni í Garðabæ í æfingabúðum á Laugarvatni sumarið 1997, ásamt þjálfara sínum Birni Leóssyni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið