© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.6.2004 | 10:32 | bl
Ísland - Belgía á nýja gólfinu í Borgarnesi í kvöld
Fyrsti landsleikur Íslands og Belgíu af þremur verður í Borgarnesi í kvöld kl. 21:00. Belgíska liðið kom til landsins í gær og dvelur í Keflavík á meðan á heimsókninni stendur. Liðið æfði í íþróttahúsinu í Keflavík í gærkvöld og í morgun.

Íslenska liðið sem leikur í kvöld hefur verið valið ein og áður hefur komið fram hér á vefnum. Tveir nýliðar eru í liðinu í kvöld en það eru Arnar Freyr Jónsson úr Keflavík og Lárus Jónsson úr Hamri.

Bæði liðin undirbúa sig fyrir leiki í Evrópukeppni landsliði í haust. Belgarnir í A-hlutanum og okkar menn í B-hlutanum. Leikirnir þrír nú eru fyrsti áfangi liðanna að undirbúningi fyrir það verkefni.

Þessar þjóðir hafa sjö sinnum áður mæst í landsleik. Belgar hafa sigrað í sex viðureignum en Íslendingar í einni. Sigur vannst á Belgum í æfingaleik í Gent 1987, 72-68. Þjóðirnar mættust síðast í riðlakeppni EM 1999-2000. Þá sigruðu Belgar 25 stiga mun í Reykjavík og 35 stiga mun í Belgíu.

Leikurinn í kvöld verður vígsluleikur nýja gólfsins í íþróttahúsinu í Borgarnesi, en lagt hefur verið glæsilegt parketgólf á salinn. Leikurinn hefst eins og fyrr segir kl. 21:00.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmenn á leið á lokahóf KKÍ 1988 í gamla Broadway í Mjódd.  Sigurður Ingimundarson, Ragnar Torfason og Guðjón Skúlason
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið