© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.6.2004 | 14:18 | ss
Sigurður tilkynnir fyrsta 12 manna hópinn
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik undirbýr sig nú af kappi fyrir þrjá leiki við Belga sem fram fara hér á landi á fimmtudag, föstudag og laugardag. Leikirnir eru þessir:

- Fim. 24.júní kl. 21.00 - Borgarnes
- Fös. 25.júní kl. 21.00 - Keflavík
- Lau. 26.júní kl. 14.00 - Stykkishólmur

18 manna landsliðshópur hefur æft undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar undanfarnar vikur. Sigurður mun tilkynna fyrsta 12 manna hópinn síðar í dag eða á morgun, en væntanlega munu allir 18 leikmennirnir koma við sögu í þessum leikjum. Hópurinn lítur þannig út:

- Hlynur Bæringsson - Snæfell
- Sigurður Þorvaldsson - Snæfell
- Fannar Ólafsson - Keflavík
- Magnús Gunnarsson - Keflavík
- Jón N. Hafsteinsson - Keflavík
- Arnar Freyr Jónsson - Keflavík
- Halldór Halldórsson - Keflavík
- Friðrik Stefánsson - Njarðvík
- Páll Kristinsson - Njarðvík
- Páll Axel Vilbergsson - Grindavík
- Sævar Haraldsson - Haukar
- Eiríkur Önundarson - ÍR
- Ómar Örn Sævarsson - ÍR
- Lárus Jónsson - Hamar
- Pálmi Sigurgeirsson - Breiðablik
- Morten Þór Szmiedowicz - Grindavík
- Jakob Sigurðsson - Birmingham Southern
- Helgi Magnússon - Catawba College

Belgíski hópurinn sem kemur til landsins lítur svona út:

Jean-Marc Jaumin 34 ára – bakvörður – 1.84 m.
Guy Muya 21 árs – bakvörður – 1.90 m.
Gerrit Major 24 ára – bakvörður – 1.88 m.
Duke Tshomba 26 ára – framherji – 1.95 m.
Hugo Sterk 22 ára – bakvörður – 1.93 m.
Patrick Mutombo 24 ára – bakv./framh. – 1.97 m.
Wim Van De Keere 26 ára – framherji – 2.04 m.
Butch Tshomba 29 ára – framherji – 1.98 m.
Jeffrey Van Der Jonckeyd 22 ára – framherji – 2.02 m.
Piet De Bel 24 ára – miðherji – 2.11 m.
Dimitri Lauwers 25 ára – bakvörður – 1.85 m.
Axel Marie Gustav Hervelle 21 árs – framherji – 2.04 m.
Sébastien Buja 27 ára – miðherji – 2.13 m.

Þjálfari: Giovanni Bozzi

Eftir því sem næst verður komist er talsverð endurnýjun á landsliðshópi Belga, en tveir reynsluboltar eru í hópnum. Leikstjórnandinn Jean-Marc Jaumin hefur verið í hópi sterkustu leikmanna Belga um árabil og skotbakvörðurinn Dimitri Lauwers sömuleiðis, en hann leikur með franska liðinu Dijon sem spilaði við Keflavík í Evrópukeppninni á síðustu leiktíð.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Helgi Már Magnússon fékk blóðnasir að gjöf frá Alvin Jones, leikmanni Luxembourg, í leik Íslands og Luxembourg í Keflavík þann 13. september 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið