S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
29.5.2004 | 20:00 | Óskar Ó. Jónsson
Allt annað íslenskt lið og glæsilegur sigur á Englandi
Enska liðið hefur skorað 16 þriggja stiga körfur í leikjunum tveimur (42,1% nýting) og þær komu til baka í síðasta leikhlutanum en munurinn fór þó aldrei niður fyrir níu stig. Liðin spila því hálfgerðan úrslitaleik á Ásvöllum á morgun þar sem hvor um sig hefur unnið einn leik. Birna Valgarðsdóttir setti nýtt landsleikjamet í leiknum þegar hún spilaði sinn 46. landsleik í röð en Birna bætti met Guðbjargar Norðfjörð frá árinu 2000. Birna hefur ekki misst úr landsleik frá því í desember 1995. Birna átti góðan leik í dag, skoraði 13 stig og tók 5 fráköst. Atkvæðamestar hjá Íslandi í öðrum leiknum: Signý Hermannsdóttir 16 stig, 9 fráköst, 5 varin skot Alda Leif Jónsdóttir 15 stig, 10 fráköst, 4 stoðsendingar Erla Reynisdóttir 15 stig, 12/8 í vítum, 5 fráköst Birna Valgarðsdóttir 13 stig, 5 fráköst (4 í sókn) Erla Þorsteinsdóttir 11 stig, 7 fráköst, 6 varin skot Hildur Sigurðardóttir 9 stig, 6 stoðsendingar, 5 fráköst Sólveig Gunnlaugsdóttir 4 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar Lovísa Guðmundsdóttir 2 stig Þriðji leikurinn fer fram á Ásvöllum á morgun og hefst hann klukkan 11.00. Vináttulandsleikir Íslands og Englands í maí 2004: 28. maí Keflavík Ísland 77-101 England 29. maí Grindavík Ísland 85-76 England 30. maí Ásvellir 11.00 Ísland-England Tölfræði Íslands í leikjunum má finna hér. Tölfræði Englands í leikjunum má finna hér. Mynd: Signý Hermannsdóttir skoraði 16 stig í sigrinum á Englandi í dag og hefur skorað 16,0 stig, tekið 10,5 fráköst og varið 3,5 skot að meðaltali í leikjunum tveimur. |