© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
25.5.2004 | 18:43 | ss
Æfingabúðir KKÍ og Baden
Hinar árlegu æfingabúðir KKÍ og Baden (áður And1) verða haldnar í KR-heimilinu, DHL-höllinni, frá þriðjudeginum 1.júni til föstudagsins 4.júni frá 17.00 til 20.30 alla dagana. Búðirnar verða sem fyrr undir styrkri stjórn Ágústs Björgvinssonar, en hann býr yfir mikilli reynslu af æfingabúðum t.d. frá Duke University og Five Star Basketball Camp í Bandaríkjunum. Ágúst er nýkominn frá Litháen þar sem hann var aðstoðaþjálfari hjá þarlendu atvinnumannaliði. Hjá þessu liði, Lietuvos Rytas, starfa mjög virtir þjálfarar sem búa yfir margra ára reynslu af evrópskum körfuknattleik.

Á undanförum árum hafa nokkur hundruð leikmenn, bæði stelpur og strákar, sótt búðirnar og líkað vel. Ef þú ert áhugasamur körfuknattleiksmaður/kona máttu ekki missa af þessu einstaka tækifæri því að það er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á körfuboltabúðir sem þessar.

Margir af bestu og virtustu þjálfurum landsins hafa þjálfað og haldið fyrirlestra í búðunum og verður engin undantekning þar á í ár. Meðal þeirra þjálfara sem koma að búðunum í ár eru Benedikt Guðmundsson, þjálfari mfl. Fjölnis og unglingalands-lids Íslands, Herbert Arnarson, þjálfari mfl. KR og fyrrverandi landsliðsmaður, Kevin Grandberg, leikmaður ÍR, Ingi Þór Steinþórsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá KR, Pétur Guðmundsson, fyrsti Evrópubúinn til þess að leika í NBA og nú atvinnuþjálfari í Vancouver í Kanda, Sævaldur Bjarnason, Val, og margir fleiri góðir.

Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þig til þess að þroska hæfileika þína á sviði einstaklingsæfinga og í upphafi sumars er kjörið tækifæri að skerpa á sögunni og stefna að því að verða betri í körfubolta.

Æfingabúðirnar eru fyrir stelpur og stráka á aldrinum 12 til 18 ára (hópnum er skipt upp eftir aldri og getu).

Skráning fer fram á fyrsta degi námskeiðsins, 1.júní, í DHL-Höllinni kl. 16.30

Verð 4900.- kr.

Veittur er 10% systkinaafsláttur

Frekari upplýsingar eru veittar hjá Ágústi í sima 696-9387 eða í gegnum tölvupóstfangið coachgusti@hotmail.com.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leifur Garðarsson brosir við myndavélinni á meðan félagi hans undirritar leikskýrsluna að loknum leik í Keflavík.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið