S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
20.5.2004 | 23:05 | söa
Þrír góðir sigrar á Dönum í kvöld
U-16kv Stúlkurnar rúlluðu yfir stöllur sínar, 91-45 í leik sem var aldrei spennandi. Allar stelpurnar spiluðu og skoruðu, minnst 13 mínútur og mest 20 mínútur. Helena Sverrisdóttir skoraði mest, 29 stig (8 fráköst, 4 stoðsendingar, 2 stolnir), Ingibjörg Vilbergsdóttir 9 stig og María Ben Erlingsdóttir 9 stig, Bára Bragadóttir og Ingibjörg Skúladóttir 8 stig, Hrönn Þorgrímsdóttir 7 stig, Linda Stefanía Ásgeirsdóttir 5 stig, Bryndís Guðmundsdóttir, Margrét Kara Sturludóttir og Ragnheiður Theodórsdóttir 4 stig, Guðrún Harpa Guðmundsdóttir 3 stig og Bára Fanney Hálfdánardóttir 1 stig. U-16ka Það var hörkuleikur sem boðið upp á hjá U-16ka. Íslensku drengirnir byrjuðu betur og leit allt út fyrir auðveldan sigur framan af. Danir voru þó ekki á því að gefast upp og var leikurinn jafn mest allan tímann, þó Íslendingar hafi jafnan verið á undan að skora. Svo fór að lokum að Íslendingar unnu leikinn, 75-66. Emil Jóhannsson (5 fráköst) og Hörður Axel Vilhjálmsson (7 fráköst, 7 stoðsendingar, 6 tapaðir) skoruðu 16 stig, Brynjar Björnsson (4 fráköst, 8 stoðsendingar, 4 tapaðir, 3 stolnir) og Hjörtur Einarsson 11 fráköst, 3 stoðsendingar) skoruðu 13 stig, Sigurður Þorsteinsson skoraði 6 stig (9 fráköst, 3 stoðsendingar, 5 tapaðir, 3 varin, 2 stolnir), Þórir Guðmundsson 5 stig, Þröstur Jóhannsson skoraði 4 stig og Hörður Hreiðarsson skoraði 2 stig. U-18kv Stúlkurnar lentu í miklum vandræðum með dönsku stúlkurnar, sem pressuðu þær allan leikinn. Þær voru gjörsamlega bornar ofurliði og töpuðu leiknum stórt, 29-67. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 11 stig, Anna María Ævarsdóttir, Erna Rún Magnúsdóttir og Petrúnella Skúladóttir skoruðu 4 stig hver, Elín Birna Bjarnadóttir 2 stig og Eva Dís Ólafsdóttir 1 stig. U-18ka Drengirnir spiluðu hraðan og spennandi leik. Íslensku strákarnir þurftu virkilega að hafa fyrir sigrinum, en unnu sanngjarnan sigur að lokum, 74-66. Jóhann Árni Ólafsson skoraði 24 stig (5 fráköst, 5 tapaðir, 3 stolnir), Pavel Ermolinskij skoraði 13 stig (14 fráköst), Kristján Rúnar Sigurðsson og Magnús Pálsson (4 fráköst, 2 stolnir) skoruðu 9 stig, Ólafur Halldór Torfason skoraði 6 stig (5 fráköst) og Davíð Páll Hermannsson og Tryggvi Pálsson skoruðu 4 stig hvor. mt: María Ben Erlingsdóttir í stökkskoti í leiknum gegn Dönum í kvöld. |