S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
22.9.1999 | 9:25 | -
ÍRB áfram þrátt fyrir tap í London
Lið Reykjanesbæjar er komið í riðlakeppni Korac cup, Evrópukeppni félagsliða, en síðari leikurinn gegn London Leopards fór fram í London í gærkvöld. Leopards sigruðu í leiknum, 80-78, en það dugði skammt eftir 36 stiga tapið í Keflavík í fyrri viku. Purnell Perry var stigahæstur Reyknesinga í leiknum með 25 stig, Teitur Örlygsson gerði 12 og Guðjón Skúlason gerði 11. Aðrir minna. ÍRB er nú komið í riðlakeppnina sem fram fer á næstu tveimur mánuðum. Með ÍRB í riðli er Nancy frá Frakklandi og annað hvort finnst eða þýskt lið og svissneskt lið eða portúgalskt lið. Fyrsti leikurinn í riðlakeppninni verður miðvikudaginn 6. október.
|