© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.5.2015 | 18:16 | Stefán | KKÍ
Hannes S. Jónsson endurkjörinn formaður


Viðburðarríku Körfuknattleiksþingi lauk í dag. Þingið hófst í gær með nefndarstörfum og lauk í dag með atkvæðagreiðslu. Hannes S. Jónsson var endurkjörinn formaður KKÍ til næstu tveggja ára en hann var sjálfkjörinn. Allir sitjandi stjórnarmenn KKÍ gáfu kost á sér og þar sem engin fleiri framboð komu var sjálfkjörið í stjórnina.

Breytingar á lögum KKÍ voru samþykktar og hér eftir verða níu meðstjórnenda auk formanns í stað sex aðalmanna og þriggja varamanna ásamt formanni.

Mörg mikilvæg málefni voru rædd á þinginu og m.a. þess sem var samþykkt var ný reglugerð um minnibolta félagana sem og ný reglugerð um Íslandsmót 11 ára eða minnibolta 11 ára. Einnig var samþykkt þingsályktunartillaga þess efnis að stækka eigi deildarkeppni meistaraflokka karla. Samkvæmt henni á að bæta við 3. deild karla. Miklar umræður voru um fyrirkomulag fjölda erlendra leikmanna í efstu deildum karla og kvenna og voru nokkrar tillögur þess efnis. Niðurstaða þingsins var að hafa óbreytt fyrirkomulag og verður því 4+1 við lýði næstu tvö keppnistímabilin.

Stjórn KKÍ 2015-17
Bryndís Gunnlaugsdóttir
Einar Karl Birgisson
Eyjólfur Þór Guðlaugsson
Erlingur Hannesson
Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir
Guðjón Þorsteinsson
Lárus Blöndal
Páll Kolbeinsson
Rúnar Birgir Gíslason
Kostið var í eftirfarandi nefndir:

Aga-og úrskurðarnefnd
Ingimar Ingason, formaður
Þórólfur Þorsteinsson, varaformaður
Björgvin Björnsson, varaformaður
Sigríður Inga Viggósdóttir
Kristinn G. Kristinsson
Árni Helgason

Áfrýjunardómstóll
Einar Hugi Bjarnason, formaður
Jóhannes Karl Sveinsson
Sævar Sævarsson

Áfrýjunardómstóll – varamenn
María Káradóttir
Nökkvi Már Jónsson
Bryndís Gunnlaugsdóttir
Skoðunarmenn reikninga
Gísli Friðjónsson
Guðmundur Sigurbergsson

Helstu breytingar

Minnibolti og 11 ára
Nýtt fyrirkomulag var samþykkt og verður yngriflokka mót opnari og sveigjanlegri. Einnig verður keppni í yngstu flokkunum þannig háttað að allir fá að spila meira, færri leikmenn eru inn á vellinum og færri í hverju liði þar sem allir þættir stigmagnast með hækkandi aldri.

7. og 8. flokkur drengja og stúlkna
Nánari útfærslum vísað til stjórnar til afgreiðslu og verða þær kynntar á næstunni.

11. flokkur drengja
Ákveðið var að fella út þennan flokk og að eftir 10. flokk tæki við Drengjaflokkur líkt og Stúlknaflokkur er hjá konum.

Drengja- , Stúlkna- og Unglingaflokkar
Við brotthvarf 11. flokks var aldur Drengjaflokksleikmanna færður niður um eitt ár í samræmi og leika leikmenn nú tvö ár í flokknum og þrjú ár í unglingaflokki.
1. deild karla og kvenna

Ákveðið var að vísa til stjórnar að leika þrjár umferðir í 1. deild karla og að í úrslitakeppni þurfi að vinna þrjá leiki í hverri umferð.
Vísað til stjórnar að athuga mótahald í Domino's deild kvenna og 1. deild kvenna.

Erlendir leikmenn
Kosið var um reglur um erlenda leikmenn og var öllum tillögum vísað frá og því áfram sömu reglur næstu tvö keppnistímbil um að hvert lið megi aðeins hafa einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni (4+1).

2. deild og 3. deild karla
Vísað til stjórnar að stofna 3. deild karl aog sameina b-lið félaga í 2. og 3. deild. Í dag telja þessar deildir 22 lið og mun getuskipting vera betri í kjölfarið og jafnari deildir.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá 40 ára afmælishófi KKÍ 24. febrúar 2001.  Ungir leikmenn færa ritnefnd sögu KKÍ blóm.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið