S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
11.4.2004 | 18:51 | Óskar Ó. Jónsson
Njarðvíkurstrákarnir vörðu Norðurlandameistaratitilinn
Líkt og í fyrra þá vann Njarðvíkurliðið alla sex leiki sína á móti og voru allir sigrarnir sannfærandi. Njarðvík vann Salon Vilpass frá Finnlandi í fyrsta leik, 85-79, þá stóran sigur á Noregsmeisturum, Gimle 90-42 og þeir tryggðu sér síðan sigur í riðlinum með því að vinna Lidingö 51-37. Í átta liða úrslitunum vann Njarðvík finnska liðið Porvoon, 81-57, en þessi lið mættust í úrslitum í fyrra. Strákarnir tryggðu sér síðan sæti í úrslitaleiknum með því að vinna stórsigur á Malbas í undanúrslitum 79-35. Ragnar Ólafsson var valinn besti leikmaður mótsins en þessi leikni og eldsnöggi leikstjórnandi skoraði næstmest allra á mótinu eða 23 stig að meðaltali í leik. Hjörtur Hrafn Einarsson skoraði 20,2 stig að meðaltali og varð sjötti stigahæstur en hann glímdi við meiðsli og komst ekki á fullt fyrr en í úrslitaleiknum þar sem hann skoraði eins og áður sagði 43 stig. Elías Kristjánsson skoraði 11,8 stig að meðaltali og Rúnar Ingi Erlingsson varð fjórði leikmaður liðsins með yfir 10 stig í leik en hann var með 10,4 stig í leik. Stig Njarðvíkurliðsins á mótinu: 23,0 Ragnar Ólafsson (mest 30) 20,2 Hjörtur Hrafn Einarsson (mest 43) 11,8 Elías Kristjánsson (mest 21) 10,4 Rúnar Ingi Erlingsson (mest 17) 9,7 Friðrik Guðni Óskarsson (mest 14) Njarðvík er sjötta íslenska liðið til að vinna Scania-Cup, 82-árgangurinn hjá KR vann mótið 1996 og 1998, 82-árgangurinn hjá vann 1997 og 1983-árgangur Grindavíkinga urðu Scania-Cup meistarar 1996. Líkt og 1982-árgangurinn hjá KR (með Jón Arnór Stefánsson innnaborðs) hefur 1989-árgangurinn hjá Njarðvík orðið tvisvar sinnum Norðurlandameistarar en Njarðvíkingarnir urðu fyrsta íslenska liðið til að verja sinn titil. Scania-meistarar Íslands: Grindavík (1983, 13 ára og yngri) 1996 KR (1982, 14 ára og yngri) 1996 ÍR (1982, 15 ára og yngri) 1997 KR (1982, 16 ára og yngri) 1998 Njarðvík (1989, 14 ára og yngri) 2003 Njarðvík (1989, 15 ára og yngri) 2004 Þetta er ennfremur í 12. sinn sem við Íslendingar eignumst Scania-kóng í Södertälje. Herbert Arnarson hjá ÍR varð fyrstur íslenskra stráka til að hljóta þennan heiður á páskunum 1985 en hann er einn þriggja sem hlotið hefur hann tvisvar, hinir eru Jón Arnar Ingvarsson hjá Haukum og Jón Arnór Stefánsson í KR. Scania-kóngar Íslands: 2 - Herbert Arnarson, ÍR (1985, 1986) 2 - Jón Arnar Ingvarsson, Haukum (1986, 1988) 2 - Jón Arnór Stefánsson, KR (1996, 1998) 1 - Márus Arnarson, ÍR (1988) 1 - Sæmundur Oddsson, Keflavík (1995) 1 - Ásgeir Ásgeirsson, Grindavík (1996) 1 - Hreggviður Magnússon, ÍR (1997) 1 - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík (2003) 1 - Ragnar Ólafsson, Njarðvík (2004) Tvö önnur íslensk lið tóku einnig þátt í mótinu og náðu bæði mjög góðum árangri. 8. flokkur Breiðabliks hafnaði í þriðja sæti og Hjörtur Halldórsson komst þar í úrvalsliðið og varð þriðji stigahæstur á mótinu með 24,2 stig í leik. Þá endaði 7. flokkur Fjölnis í 5. sæti en Fjölnisstrákarnir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 7. flokki á dögunum. Mynd: 9. flokkur Njarðvíkur sem varð Norðurlandameistari, Íslandsmeistari og bikarmeistari í vetur. Efri röð frá vinstri: Einar Árni Jóhannsson, þjálfari, Kristinn Gíslason, Jóhann Eggertsson, Hafsteinn Már Sigurðsson, Jósef William Pétursson, Anton Pálsson og Agnar Gunnarsson, aðstoðarþjálfari. Neðri röð frá vinstri: Ragnar Ólafsson, Rúnar Ingi Erlingsson, Elías Kristjánsson, Ólafur Valdimar Ólafsson, Friðrik Guðni Óskarsson og Hjörtur Hrafn Einarsson. |