© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.4.2004 | 20:59 | Óskar Ó. Jónsson
Keflvíkingar Íslandsmeistarar annað árið í röð
Keflavík varð í dag Íslandsmeistari í karlaflokki í sjöunda sinn frá upphafi þegar liðið vann Snæfell, 87-67, í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Intersportdeildar karla. Keflavík vann þrjá síðustu leikina í einvíginu og þar með 3-1 en þetta er annað árið í röð sem Keflavík verður Íslandsmeistari. Keflavíkurliðið varði þar með bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn í ár og bæði karla- og kvennalið félagsins eru Íslands- og bikarmeistarar á þessu tímabili.

Derrick Allen skoraði 26 stig og tók 11 fráköst í fjórða leiknum en hann var stigahæsti leikmaður lokaúrslitanna. Allen skoraði 94 stig í leikjunum fjórum, eða 23,5 stig að meðaltali, 25 stigum fleira en næsti maður. Fyrirliðinn, Gunnar Einarsson, og varafyrirliðinn, Magnús Þór Gunnarsson, skoruðu báðir 14 stig og Nick Bradford, bætti við 12 stigum. Þá má ekki gleyma framlagi Fannars Ólafssonar sem skoraði 8 stig og tók 11 fráköst en það er ekki síst fyrir frábæran varnarleik Fannars að Hlynur Bæringsson skoraði aðeins fjórar körfur inn í teig í síðustu þremur leikjum einvígisins.

Það má finna yfirlit yfir tölfræði úrslitaeinvígisins undir greinum á KKÍ-síðunni eða hér.

Flestir Íslandsmeistarartitlar eftir úrslitakeppni 1984-2004:
10 Njarðvík (1984, 1985, 1986, 1987, 1991, 1994, 1995, 1998, 2001, 2002)
7 Keflavík (1989, 1992, 1993, 1997, 1999, 2003, 2004)
2 KR (1990, 2000)
1 Haukar (1988)
1 Grindavík (1996)

Guðjón Skúlason er eini maðurinn sem hefur verið virkur þátttakandi í öllum sjö Íslandsmeistaratitlum karlaliðs félagsins en Guðjón hefur fjórum sinnum tekið við Íslandsbikarnum sem fyrirliði liðsins en gerir nú Keflavíkurliðið að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári sem þjálfari. Guðjón þjálfar Keflavíkurliðið ásamt Fal Harðarsyni.

Íslandsmeistaratitlar Keflavíkur:
1989 Keflavík 2-1 KR {77-74, 85-92, 89-72}
1992 Keflavík 3-2 Valur {106-84, 91-104, 67-95, 78-56, 77-68}
1993 Keflavík 3-0 Haukar {103-67, 91-71, 108-89}
1997 Keflavík 3-0 Grindavík {107-91, 100-97, 106-92}
1999 Keflavík 3-2 Njarðvík {79-89, 98-90 (87-87), 108-90, 72-91, 88-82}
2003 Grindavík 0-3 Keflavík {94-103, 102-113, 97-102}
2004 Snæfell 1-3 Keflavík {80-76, 98-104, 65-79, 67-87}

Úrslitakeppnin 2004
Deildarmeistari: Snæfell
8 liða úrslit:
Snæfell 2-0 Hamar {99-86, 78-75}
Grindavík 2-1 KR {95-99, 108-95, 89-84}
Keflavík 2-1 Tindastóll {98-81, 86-89, 98-96}
Njarðvík 2-0 Haukar {100-61, 104-61}
Undanúrslit:
Snæfell 3-0 Njarðvík {97-87, 83-79, 91-89}
Grindavík 2-3 Keflavík {99-84, 105-116, 106-105 (94-94), 76-124, 89-101}
Úrslitaeinvígi:
Snæfell 1-3 Keflavík {80-76, 98-104, 65-79, 67-87}
Íslandsmeistari: Keflavík
Lið Íslandsmeistaranna: Arnar Freyr Jónsson, Davíð Þór Jónsson, Derrick Allen, Fannar Ólafsson, Gunnar Einarsson (fyrirliði), Gunnar H. Stefánsson, Halldór Örn Halldórsson, Hjörtur Harðarson, Jón Nordal Hafsteinsson, Magnús Þór Gunnarsson, Nick Bradford, Sverrir Þór Sverrisson. Falur Harðarson og Guðjón Skúlason þjálfuðu liðið saman.

Mynd: Gunnar Einarsson lyfti bæði Íslandsbikarnum og bikarnum á sínu fyrsta tímabili sem fyrirliði Keflavíkurliðsins.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Guðmundur Bragason í leik gegn Luxedmbourg.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið