Rögnvaldur Hreiðarsson dómari hefur skrifað athyglisverðan pistil á vef KKDÍ. Þar segir hann með annars: "Það hefur varla farið fram hjá neinum að Njarðvík féll út úr úrslitakeppni úrvalsdeildar nú fyrir skömmu. Eðlilega eru menn þar á bæ ekki sáttir við það. Það er ekki öllum gefið að tapa með reisn og það hefur svo sannarlega komið í ljós undanfarna daga. Ég ætla ekki að reyna að kryfja það til mergjar hvernig Njarðvík tókst að glutra niður góðri stöðu í tveim síðustu leikjum sínum en trúlega hefur góður leikur Snæfells og slakur leikur Njarðvíkur átt þar einhvern þátt. Ég ætla aftur á móti að ræða aðeins ótrúleg ummæli þjálfara Njarðvíkur um dómara leikjanna og dómgæslu yfirhöfuð."
Allur pistill Rögnvaldar