S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
24.3.2004 | 22:09 | Óskar Ó. Jónsson
Keflavíkurkonur unnu fyrsta leikinn örugglega
Erla Þorsteinsdóttir var atkvæðamikil hjá Keflavík, skoraði 22 stig, tók 7 fráköst og varði 3 skot auk þess að nýta 10 af 12 skotum sínum. Anna María Sveinsdóttir var einnig allt í öllu en hún var með 14 stig, 15 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Þá skoraði Erla Reynisdóttir 14 stig og gaf 5 stoðsendingar, Birna Valgarðsdóttir var með 11 stig og 5 stoðsendingar og fimmti leikmaðurinn til að skora á annan tug stiga var Marín Rós Karlsdóttir sem skoraði 10 stig. Allt byrjunarlið Keflavíkur skoraði því jafnmikið eða meira en stigahæsti leikmaður Stúdína. Alda Leif Jónsdóttir skoraði mest fyrir ÍS eða 10 stig og var einnig með 4 stoðsendingar, Lovísa Guðmundsdóttir var með 9 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar, Svandís Sigurðardóttir skoraði 8 stig, tók 9 fráköst og stal 4 boltum, Stella Rún Kristjánsdóttir skoraði 8 stig og þær Svana Bjarnadóttir og Casie Lowman skoruðu báðar 6 stig. Lowman klikkaði á 13 af 16 skotum sínum og hefur aðeins hitt úr 25,5% skota sinna í úrslitakeppninni (13 af 51). Annar leikurinn í einvíginu fer fram í Kennaraháskólanum klukkan 15:00 á laugardaginn en það lið verður Íslandsmeistari sem fyrr vinnur þrjá leiki. Stig Keflavíkur á 18-3 kaflanum í lok fyrri hálfleiks: - Keflavík breytti stöðunni úr 25-27 í 43-30 á fimm mínútna kafla - Marín Rós Karlsdóttir 6 Anna María Sveinsdóttir 4 Erla Þorsteinsdóttir 4 Birna Valgarðsdóttir 2 Rannveig Randversdóttir 2 Mynd: Erla Þorsteinsdóttir skoraði 22 stig fyrir Keflavík og nýtti 10 af 12 skotum sínum í leiknum. Anna María Sveinsdóttir (til hægri) var með 14 stig, 15 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. |