S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
12.10.2000 | 21:48 | BL
Sigurganga Keflvíkinga heldur áfram
Calvin Davis og Falur Harðarson voru stigahæstir í liði Keflvíkinga, Calvin með 26 stig (auk 26 frákasta, þriggja stolinna bolta og þriggja varinna skota) og Falur með 25. Fyrir Njarðvíkinga skoruðu mest þeir Brenton Birmingham með 29 (plús átta fráköst og sjö stoðsendingar) og Logi Gunnarsson með 27. Íslandsmeistarar KR máttu þola enn einn ósigurinn í kvöld og eru enn án stiga í botnsæti deildarinnar. Í þetta sinn voru það Hamarsmenn sem unnu meistarana 76-67 í Hveragerði. Í Seljakóla töpuðu ÍR-ingar gegn Grindvíkingum, 79-83, í hörkuleik. Cedrick Holmes var með 28 stig og 10 fráköst fyrir ÍR og Eiríkur Önundarson skoraði 25 stig. Páll Vilbergsson skoraði 19 stig fyrir Grindavík og Kim Lewis var með 18 stig og 16 fráköst. Hinir nýliðar deildarinnar, Valsmenn töpuðu einnig í kvöld. Það voru Tindastólsmenn sem lögðu Val að velli á Sauðárkróki 92-80. Stigahæstur heimamanna var Shawn Myers með 26 stig og 17 fráköst en næstur kom Adonis Pomonis með 17 stig og átta stoðsendingar á aðeins 23 mínútum. Brynjar Karl Sigurðsson var stigahæstur hjá Val með 18 stig, en næstur kom Herbert Arnarson með 15. Á Aukureyri tóku Þórsarar á móti Haukum og höfðu gestirnir úr Hafnarfirði betur, 92-103. Clifton Bush var atkvæðamestur heimamanna með 32 stig, 16 fráköst og fjóra stolna bolta, næststigahæstur var Magnús Helgason með 18 stig og Óðinn Ásgeirsson var með 17 stig, átta fráköst og þrjá stolna bolta. Rick Mickens átti góðan leik fyrir Hauka, skoraði 44 stig og var að auki með níu fráköst, fjórar stoðsendingar og fimm stolna bolta. Bragi Magnússon kom næstur með 27 stig. |