S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
10.3.2004 | 11:43 | phs
Reglubreytingar framundan
Hér að neðan má sjá helstu breytingarnar sem lagðar eru til. 1. Heimilt verður að hafa alltaf 12 leikmenn á skýrslu óháð því hversu marga leiki liðið leikur. 2. Heimilt verður að vera með föst númer á búningunum frá 00 og upp í 99 í keppnum innanlands og er hverju ríki það í sjálfsvald sett hvort það tekur upp slíkt númerakerfi. Í alþjóðlegum leikjum mun hinsvegar ekkert breytast. 3. Bæði þjálfari og aðstoðarþjálfari mega standa inni í þjálfaraboxinu á meðan á leik stendur. 4. Aðeins verður eitt dómarakast í hverjum leik, þ.e. í byrjun hans. Annars ræður stefnuörin. 5. Í öllum leikjum skal heimaliðið velja varamannabekk og eigin körfu vinstra megin við ritaraborðið. Áður mátti heimaliðið velja sér varamannabekk. 6. Bæði lið fá að skipta um leikmann þegar leikbrot er framið. Áður var það aðeins liðið sem átti innkastið sem átti réttinn á að skipta um leikmann. 7. Refsing fyrir tæknivillu á leikmannverður 2 vítaskot og boltinn í stað eins skots áður. 8. 8 sekúndna reglan breytist þannig að þegar varnarlið slær knöttinn útaf á sóknarvelli sínum þá endurnýjast 8 sekúndurnar ekki hjá sóknarliðinu. Með því er verið að verðlauna góðan varnarleik. 9. Þriggja sekúndna reglan breytist þannig að hún tekur ekki gildi fyrr en sóknarliðið hefur komið knettinum yfir miðlínu, á sinn sóknarvöll 10. Þegar fyrirliði fer af leikvelli er það á ábyrgð þjálfara að láta dómara vita hver er fyrirliði á leikvelli 11. Hálfhringurinn sem merktur er með punktalínu við vítateig fellur burt þar sem ekki eru lengur tekin dómaraköst á þeim stað. |