© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.3.2004 | 13:18 | bl
Bikarmeistarar Keflavíkur í 10. flokki kvenna
Fyrir ofan er Kristinn Óskarsson, þjálfari.
Frá vinstri: Kristín Reynisdóttir, Bára Bragadóttir, María Ben Erlingsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Hrönn Þorgrímsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Marsibil Freymóðsdóttir, Auður Jóhannesdóttir, Ragnheiður Theódórsdóttir og Pála Júlíusdóttir.
Liggjandi fyrir framan eru þær Helga Jónsdóttir og Guðrún Harpa Guðmundsdóttir, fyrirliði.

Keflavíkurstúlkur urðu bikarmeistarar annað árið í röð í 1988-árganginum hjá kvenfólkinu eftir öruggan 45 stiga sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvíkunum í bikarúrslitaleik 10. flokks kvenna, 78-25. Keflavík vann bikarúrslitaleik sömu liða í fyrra með 22 stigum og hefur mikla yfirburði í þessum flokki enda margar af allra efnilegustu körfuknattsleikskonum landsins þar innanborðs. Bryndís Guðmundsdóttir var valinn maður leiksins en hún var með tvöfalda tvennu, skoraði 22 stig, tók 20 fráköst auk þess að gefa 5 stoðsendingar og verja 4 skot. María Ben Erlingsdóttir var einnig mjög sterk undir körfunum og bætti við 21 stigi, 10 fráköstum og 3 vörðum skotum. Hrönn Þorgrímsdóttir skoraði 11 stig þar af þrjár þriggja stiga körfur á fyrstu 4 mínútum leiksins og leikstjórnandinn, Bára Bragadóttir, stjórnaði sínu liði vel, átti 9 stoðsendingar og stal 5 boltum án þess að tapa einum einasta bolta í leiknum en Bára skoraði 2 stig. Hjá Njarðvík var Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir atkvæðamest með 15 stig og 14 fráköst. Margrét Kara Sturludóttir var næststigahæst með 3 stig, auk þess að taka 9 fráköst og verja 3 skot. Þetta var 50. bikarmeistaratitil Keflavíkur í yngri flokkum.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Halldór Eðvarsson og Henning Henningsson stjórnuðu stúlknalandsliði Íslands skipað stúlkum 16 ára og yngri á Norðurlandamótinu í Svíþjóð árið 2004. Liðið vann til gullverðlauna og fyrsti Norðurlandameistaratitill stúlkna í höfn.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið