© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
8.3.2004 | 13:20 | phs
Glæsilegu Samkaupsmóti lokið
Hið árlega Samkaupsmót sem Keflvíkingar og Njarðvíkingar halda fyrir körfuboltaiðkendur 11 ára og yngri fór fram um síðustu helgi.

Óhætt er að segja að mótið hafi tekist frábærlega vel og allir skemmt sér hið besta. EIns og áður var lögð áhersla á að allir fengju að spila leiki og ekki lögð sérstök áhersla á úrslit leikjanna.

Nýtt met var slegið og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri eða um 720 í 101 keppnisliði frá 14 félögum á landinu. Alls voru leiknir á þriðja hundrað leikja á 8 völlum. Alls má reikna með að á þriðja þúsund manns hafi lagt leið sína í Reykjanesbæ í tengslum við mótið.

Ljóst er að þetta mót er komið til með að vera og óskar KKÍ Fal Harðarssyni frkvstj. mótsins og öllum öðrum sjálfboðaliðum sem að mótinu komu til hamingju með vel heppnað og glæsilegt mót.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Fannar Ólafsson KR í baráttu við Helga Reyni Guðmundsson í fimmta leik KR og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar 5. apríl 2007.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið